Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 97

Goðasteinn - 01.06.1975, Blaðsíða 97
öðrum Meðallendingum til Eyrarbakka í lestaferð með ullina. Þar sem nú vár ákveðið brúðkaup þeirra Jóns og Vilborgar að áliðnu sumri, þá var svo ráð fyrir gjört, að hann keypti í ferðinni veislu- föngin, er eigi urðu heimafengin og valla heimatök að nálgast síðar. Þegar Jón kom heim úr sinni hálfsmánaðarferð, þá var hann fárveikur. Hafði hann tekið bólusótt, er þá gekk um Suðurland. Vilborg var þá enn að mestu vistföst á Staðarholti. Hún flutti þegar að Efriey, er hún frétti, hvernig komið var með heilsu Jóns. Sláttur var þá byrjaður og allir heilir önnum hlaðnir. Vilborg hlynnti að Jóni nætur og daga, svo sem hún hafði þrek til, en engin líkindi sáust til bata. Er nú komið fast að mánaðamótum júlí, ágúst, og elnar Jóni fremur sóttin en létti. Læknishjálp var enga að fá í nálægð. Sveinn Pálsson læknir í Vík hafði þá sagt embætti sínu lausu fyrir 6 árum, en ungur og dugmikill læknir, Skúli Thorarensen, kominn í stað hans og sat að Móeiðarhvoli í Hvolhreppi. Þjónaði hann suðuramtinu, austur að Skeiðarársandi. Vilborgu varð að ráði að leita þessa læknis, cf hann vissi einhver ráð til hjáipar. Lagði hún svo af stað og fékk aðeins fylgd yfir stærstu vötnin, annars alein með Guði sínum, eins og hún orðaði það síðar. Fyrsta daginn fór hún að Álftagróf í Mýrdal. Þar var þá frænd- kona hennar, Ragnhildur. Næsta dag fór hún að Miðmörk undir Eyjafjöllum til sr. Jóns Jónssonar föðurbróður síns. Þriðja daginn fór hún svo að Móeiðarhvoli, og þá var það, sem ég mætti henni í huganum á ferð minni um Markarfljótsaurinn. Á Móeiðarhvoli stóð hún scm minnst við, fékk þó meðöl og ráðleggingar hjá Skúla lækni og hélt svo þegar heim á leið. Nú var hún á óþrcyttum láns- hesti frá sr. Jóni í Miðmörk. Hún hafði sömu gististaði á heimleið. Lítt vildu meðöl og læknisráð du.ga Jóni. Tíminn leið milli vonar og ótta án sýnilegra breytinga til bóta, fremur í hina áttina. Jón lifði þar til nóttina milli 19. og 20. ágúst, er hann skildi við og hafði þá legið rúmar 5 vikur. Þannig cndaði þá þessi mikla þolraun, sem amma var búin að iíða með honum. Erfi hans var búið með þeim föngum, sem ætluð Goðasteinn 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.