Úrval - 01.03.1978, Page 7
SVONA SPA ÞAUFYRIR ARINU
5
Engisprettur, stormar og flóð
munu herja á matvælaframleiðsluhér-
uð Bandaríkjanna og valda matar-
skorti.
Lucy Ball hefur framleiðslu á
snyrtivörum, sem eiga eftir að verða
óhemju vinsælar.
Lyf við krabbameini, sem er að
finna í óhreinsaðri olíu, þurrkar út
margar tegundir krabbameins.
Ný, efnafræðileg ljósorka uppgötv-
ast, og hún mun um síðir leysa raf-
orkuna af hólmi sem ljósgjafa.
Clarissa Bernhardt, sem meðal
annars hefur fágæta hæfileika til að
segja fyrir um jarðskjálfta — svo
örugglega, að bandaríska stjórnin
hefur notfært sér þá þjónustu hennar,
segir meðal annars:
Carter veikist hastarlega og verður
sex vikur frá störfum.
Jarðskjálftar munu dynja yfir Tyrk-
lands-írans-svæði í júlr, Kólumbíu í
ágúst og Hawaii r september.
Kebrina Kinkade, sem sá meðal
annars fyrir um að Caroline Kennedy
slyppi naumlega með lrfið frá
sprengjutilræði, segir:
Heimsfræg söng- og leik-
stjarna fyrirfer sér eftir að hafa bland-
ast í hneyksli vegna fíkniefna- og kyn-
svalls.
Vestrar verða stórvinsælir á nýjan
leik.
Jimmy Carter — verður hann veikur,
segir hann af sér, eða verður hann bara
vinsællforseti og mikill ferðagarpur?