Úrval - 01.03.1978, Page 10
8
ÚRVAL
Til eru tónlistarsnillingar, sem áhorfendur sjá
aldrei á tónleikasviði, og píanóið er þeirra
hljóðfæri.
ÖSÝNILEGU
PÍANÓSNILLINGARNIR
— Lili Folders
*
*
i
S
KÖMMU EFTIR að ég
giftist manninum mín-
um, sem er einleikari á
píanó, kom hvatlegur
maður með litla verk*
færatösku heim til okkar. Hann
raðaði upp verkfærunum sínum
umhverfls flygilinn okkar og tók að
slá eina og eina nótu í senn með
einum fingri, en vann samtímis með
verkfærum ofan í flyglinum með
hinni hendinni. Eftir röska klukku-
stund með svona pikki fór hann að
spila — en aðeins brotna hljóma,
brot úr þekktum verkum. Síðan lýsti
hann því yfir að hljóðfærið væri í
góðu lagi og fór.
Vesalings maðurinn, hugsaði ég.
Hann gat ekki orðið píanóleikari, svo
hann varð að láta sér nægja hið til-
breytingarlausa starf stillingamanns.
Nú veit ég betur. Ég hef komist að
því, að píanótæknar, eins og þeir eru
réttilega kallaðir, eru fágætur hópur
iðnaðarmanna, sem vinnur að sér-
stæðu og vandasömu starfi, sem
tekur fimm ár að komast til botns í.
Og það er hörmulegur skortur á
þeim. Og það er svo sem ekki að
undra. Um 700 þúsund píanó em