Úrval - 01.03.1978, Page 31
29
Syngjum þar sem leiðin liggur, söng
vefarastúlkan fra Lancashire. Þegar hún varð
dttræð í janúar síðastliðnum, þökkuðu
milljónir manna henni allsstaðar að úr
heiminum, fyrir framlag hennar til að gera
heiminn betri.
HÚN GRACIE OKKAR
— Geoffrey Lucy -
*****
*
*
*
'A'
AÐ ER sólbjart síðdegi
á Miðjarðarhafínu. Um
^ þrjár mílur undan
•* ítölsku ströndinni frá
***** Napólí er bátur fullur af
enskumælandi ferðalöngum á leið
umhverfis Capri. Bátnum er stýrt að
blómum skrýddu veitingahúsi sem
stendur í flæðarmálinu undir háum
klettum. Skipstjórinn kemur auga á
hvíthærða konu og tilkynnir: „Þarna
er hún.”
Ferðamennirnir veifa í fögnuði og
hrópa: ,,Halló, Gracie! Syngdu fyrir
okkur.” Og þessi kona, sem hefur
komið fram á níu konunglegum
skemmtunum (bókstaflega konung-
legum, því hún er ensk) gengur fram
á bryggjusporðinn og kallar með
greinilegum en kliðmjúkum Lan-
casterbreim: ,,Hvað viljið þið
heyra?” Margir mismunandi titlar
eru hrópaðir — Sally, Pedro fiski-
maður, Walter og hver veit hvað.
Konan hlær og þaggar niður í
hópnum með hveliu blístri milli
tannanna. Svo flýtur rödd hennar
skær og mjúk út yflr hafið og hún
syngur eðlilega eins og fuglinn fyrir
þennan fámenna áheyrendahóp.
Eftir tvo söngva halda ferða-
mennirnir áfram að heimta meira. En