Úrval - 01.03.1978, Síða 32
30
ÚRVAL
konan hristir höfuðið. ,,Nei, ég er
sest í helgan stein,” segir hún. Svo
bætir hún við, hýrlega, eins og móðir
sem talar til barna sinna: ,,Þetta var
ykkar skammtur — hypjið ykkur
nú!”
Þetta er nokkuð sem gerist aftur og
aftur, því Gracie Fields, sem varð
áttræð í janúar síðastliðnum, er enn í
sviðsljósinu, þótt hún sé hætt að
koma fram opinberlega, og tekur
með örlæti móti fólkinu, sem henni
þykir vænt um og sem þykir vænt um
hana. I hjörtum milljónanna á hún
öruggan sess.
Mörg hlutverk
Þeir sem gegndu herskyldu meðal
vesturveldanna í heimsstyrjöldinni
sxðari minnast hennar sem grannvax-
innar konu, er skaut allt í einu upp
kollinum á ólíklegustu og afskekkt-
ustu stöðum heimsins til að geraþeim
tiiveruna bjartari. Kynslóðir leik-
húsgesta halda upp á hana sem fjör-
mikinn skemmtikraft söngleikanna
eða fágæta leikkonu gamanleikjanna.
Kvikmyndahússgestir hvarvetna um
heiminn minnast hennar I kátum og
bjartsýnum kvikmyndum, sem voru
ekki aðeins móteitur gegn krepp-
unni, heldur unnu beinlínis á móti
henni, hún var tákn hins óbugandi
kjarks breskrar verkamannastéttar.
En framar öllu er Gracíe — þrastar
þriðja áratugsins — sem söng upp yflr
\ reyk og skrölt spunaverksmiðjanna í
ú Rochdale — minnst fyrirfrábærarödd
hennar. Hún gat látið tilheyrendur
veina af hlátri, þegar hún með mjórri
og titrandi röddu lét roskna piparmey
rekja raunir sínar. Því næst tók hún
kannski lag sem krafðist þrótt-
mikillar raddar með mikilli fyllingu
og flmi, hentist til og frá eftir tón-
stiganum og renndi sér glæsilega og
fyrirhafnarlaust upp á háa E — sem
er næstum ómögulegt. Svo fór hún
efst á sviðið og hóf að syngja hjart-
næma ballöðu, svo mjúkt og blítt að
margt hvert auga var meira en rakt
áður en hún kom fram á sviðsbrúnina
aftur.
Eftir að hafa orðið vitni að gesta-
söng Gracie á bryggjunni síðast liðið
haust, hélt ég með henni frá veitinga-
húsinu sem hún og maður hennar
ráku til skammst tíma, til heimilis
þeirra sem stendur hátt í klettunum.
Það heitir Canzone del Mare (Söngur
hafsins) og er gamalt enskt virki, sem
Gracie keypti 1931 og breytti í
þægilegt, sólbjart heimili. Tröpp-
urnar þangað upp eru brattar og
margar, en þegar við komum alla leið
var það ég, sem var að farast úr
mæði, en ekki hún. Iðni og þjálfun
— Gracie fær sér ennþá sundsprett í
hlýjum sjónum af og til — og lífsgleði
hafa haldið henni grannri og þrótt-
mikilli. En fyrir 38 árum var hún
talinn dauðans matur af krabba-
meini.
Læknir hennar sagði henni að hún
væri með krabbamein x maga, og
þyrfti að skera hana upp þegar í stað.
,,Þú verður að draga það dálítið,”
sagði hún. ,,Ég á að koma fram í
útvarpsþætti á sunnudaginn til ágóða