Úrval - 01.03.1978, Page 34

Úrval - 01.03.1978, Page 34
32 ÚRVAL væri eftir uppskurðinn og þreytt af erfíðu ferðalagi steig hún út í aurinn og studdi sig við bíldyrnar meðan hún söng eins og fylgdarliðið krafðist. Gracie hefur alltaf verið frábitin því að valda öðrum vonbrigðum. Þegar við vorum sest á svalirnar heima hjá henni hjá stjörnuskildi (Aspi- distru) sem plantað var þar til heiðurs The Biggest Aspidistra in the World (stærsti stjörnuskjöldur í heimi — en svo heitir ein af plötunum hennar. Hún er enn á markaðnum og kemur fólki ennþá til að hlæja,), rifjaði ég upp atvik sem kalla má dæmigert fyrir hana á blómatíma hennar, þegar allt sem hún aðhafðist var talið frétt- næmt og hún hafði falið sig í hús- vagni skammt frá Southport til að fá að vera í friði fyrir blaðamönnum. Ég var þá að byrja blaðamennsku og hafði verið ráðinn í mánuð til reynslu með verkefni að hafa uppi á hinni týndu Gracie og hafa viðtal við hana. Ég leigði mér flugvél og fann húsvagninn á akri utan við borgina. Snemma næsta morgun, þegar Gracie var að taka til morgunverðinn, bar mig að garði hjá henni. ,,Því miður, engin viðtöl,” sagði hún þreytulega. ,,Gerðu það Gracie,” sagði ég biðjandi. ,,Ef ég fæ ekki viðtal við þig missi ég vinnuna.” Hún leit fast á mig. , Jæja, þá, strákur,” sagði hún. ,,En fáðu þér fyrst í gogginn með mér ogpabba.” Núna, mörgum árum seinna, þegar ég sagði henni að hún hefði gefíð mér forsíðuviðtal — lífstíðar- vinnu — hló hún við. ,,Þú varst ágengur strákskratti. En ég er fegin að ég skyldi ekki verða þér fótakefli.’ ’ Takmarkalaus samúð Gracie með öðrum er líklega fegursti eiginleiki hennar. Hún hefur líklega aflað meira fjár til mannúðarmála enn nokkur annar. Enginn veit, hve mikið af hennar eigin tekjum hefur runnið til góðgerðarstarfsemi, vina og beint til dreggja mannlífsins. Capribúar hafa sagt mér, að hún bregðist aldrei þeim sem til hennar leita í nauð. En þó eru þeir hrifnastir af því hvernig hún gefur — feimnislega og laumulega. Það minnir á bernsku hennar í Rochdale, spunaborginni með fátæka og höfðingslundaða fólkinu. Eins og Gracie segir: ,,Þeir áttu það til að laumast inn til einhvers, sem var atvinnulaus, skilja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.