Úrval - 01.03.1978, Side 64

Úrval - 01.03.1978, Side 64
62 ÚRVAL áður. En Shearing hafði hugsað sér að nota aðra tækni, sem fólgin var í því að flá miðlagið úr sjáaldrinu en skilja ytri lögin eftir til að vernda sjón- himnuna. Einhverra hluta vegna átti ég auðvelt með að sofna kvöldið fyrir uppskurðinn, og vaknaði næsta morgun — föstudagsmorgun — með þá einkennilegu tilfinningu að ég þyrfti ekkert að óttast. Um klukkan níu var farið með mig niður í skurð- stofuna, þar sem svæfíngarlæknirinn stakk nál í handarbakið á mér og ég sveif inn í meðvitundarleysi. Eg vaknaði á sofunni og vissi að ég var með bundið um augun, svo ég fengi ekki að vita þegar í stað hvort uppskurðurinn hefði lukkast eða ekki. Don kom til mín um kvöldið. Hann settist hjá mér og spurði, hvenær umbúðirnar yrðu teknar af mér. ,,A mánudaginn,” sagði ég, og við gerðum okkur bæði grein fyrir því hve helgin yrði óendanlega löng. En Don var mjög uppörvandi. „Þóttþað hafí ekki heppnast, breytir það engu fyrir okkur, er það? Það hefur ekki skipt neinu máli hingað til. ” A mánudagsmorguninn gekk ég óstyrkum skrefum til skiptistofúnnar þar sem taka átti umbúðirnar af mér. Hendur stýrðu mér ofan í stól. Ég sat með áköfum hjartslætti og ríghélt í armana eins og ég væri í flugvél í flugtaki. Ég fann að umbúðirnar voru raktar af höfði mér og allt í einu vildi ég ekki að það væri gert. Mig langaði að hrópa: Ekki gera það! I guðanna bænum, ekki gera það! Svo heyrði ég yfirhjúkrunarkonuna segja: „Opnaðu augun, Sheila. Það er búið að taka umbúðirnar. ,,Ég herti ennþá takið um stólarmana og opnaði augun. Nýr heimur Það var eins og að verða fyrir höggi, líkamlegu höggi. Allt var svo skært, Það fór eins og raflost um allan líkamann. Það var hvítt fyrir framan mig, svo skínandi hvítt að það var mér næstum ofraun, og skræblárri litur en ég hafði haldið að væri til. Þetta var eins og upphaf heimsins. Um leið heyrði ég hóp af röddum, sem spurðu: ,,Sérðu? Sérðu?” Ég var svo heilluð, að það leið nokkur stund þar til ég gat sagt nokkuð. Loks sagði ég, og einblíndi á þetta bláa: ,,Ö, það er svo BLÁTT! Það er svo FALLEGT!” ,,Það er ég,” sagði hjúkrunarkona, og kom nær. ,,Það er einkennis- búningurinn minn.” Þetta tók ekki nema fáeinar sekúndur. Rétt, í sama bildi, varð ailt svo óskýrt. Ö NEI, hugsaði ég, ÞAÐ ER AÐ HVERFA! Ósjálfrátt bar ég hendurnar upp að augunum — og fann táin streyma niður kinnarnar. Ljóminn var ekki að hverfa, það voru bara tárin, sem gerðu allt óskyrt. Ég grét stjórnlaust. Samt sá ég nóg til þess að gera mér grein fyrir að hjúkrunarkonurnar grétu mér til samlætis. En ég varð á fá nýjar umbúðir, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.