Úrval - 01.03.1978, Síða 66

Úrval - 01.03.1978, Síða 66
64 ÚRVAL Ég hef alltaf vitað hvernig þú lítur út. En þú hefur aldrei séð mig. Það gæti orðið þér áfall.” Ég svaraði: ,,Það skiptir engu hvernig þú lítur út.” Það hafði aldrei fyrr hvarflað að mér hvernig mér kynni að falla útlit fólks. Núna, þegar umbúðirnar höfðu verið teknar af mér í síðasta sinn, sat ég á rúmstokknum og reyndi Lað ímynda mér hvernig andlit Dons væri. En það var árangurslaust. Svo heyrði ég fótatak. Ég hugsaði: Drottinn minn, nú kemur það — og leit upp. Eg sá ókunnan mann koma í áttina til mín, sólbrúnan og glæsilegri en ég hefði getað ímyndað mér. „Halló, blóm,” sagði þessi ókunni maður og ég brosti út undir eyru. Grænn heimur Við fórum út úr spítalanum — og það var eins og að verða fyrir raflosti fyrsta ljóssins aftur. Handan við ljómann sem næstur okkur var sá ég græna víðáttu. „Hvað er þetta?” ,, Hvað, þ etta er gras, auðvitað. ’ ’ Auðvitað. En ég varð að beygja mig og snerta það til að sannfærast. Svo hleypti Don Emmu út úr bílnum og hún kom þjótandi til mín. Ég sá sólina glitra á feld hennar og að hún dillaði skottinu svo hún lék öll á iði.„Ö, Don,” hrópaði ég. „Er hún ekki falleg!” Allir höfðu sagt mér að hún væri brún, en enginn hafði minnst á að hún væri í hundrað brún- um litbrigðum. Svo settumst við inn í bílinn og ókum heim. Ég gekk inn í setustofuna, — setustofuna mína. Hún var miklu fallegri en ég hafði ímyndað mér. Ég sá þykkt, rautt gólf- teppið og glitrandi beislismél og ístöð, sem ég hafði pússað í hverri viku, þótt ég sæi þau ekki. Svo, þegar Don var farinn aftur í vinnuna, gerði ég nokkuð sem ég hafði geymt til þeirrar stundar að ég væri alein. Ég herti upp hugann og stillti mér upp fyrir framan baðherbergisspegilinn. Ég sá gjörókunnuga manneskju. Ég reyndi að mynda mér skoðun um myndina í speglinum — sjálfa mig. Hárið var ekki slæmt, minnti á litinn á Emmu. En nefíð var áfall. Það var eins og á trúði og allsráðndi í miðju and- litinu. Mér varð þungt í skapi, og það leið langur tími þangað til ég lét sannfærast um að nefið á mér væri ekkert afbrigðilegt. Það var líka áfall að fara út. Þegar ég fór út í fyrsta sinn, ákvað ég að setja beltið á Emmu og láta hana leiða mig. En um leið og við vorum komnar af stað, fannst mér allt í einu að gangstéttin þyti undir mig, girðingarnar kæmu á æsihraða á móti okkur og trén kæmu æðandi eins og þau ætluðu að fella okkur. Ég vissi að þetta var vitleysa. Ég vissi, að það var ég sem hreyfðist — hvorki trén né gangstéttin. En þetta var svo óvænt og taugatrekkjandi að ég varð að segja Emmu að stansa. Eftir margar tilraunir lokaði ég augunum og lét
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.