Úrval - 01.03.1978, Page 79
77
íþessari friðsœlu sveitahöll er minningin um
Napóleon og hans heittelskuðu Jósefínu
akaflega lifandi.
MALMAISON:
ÁSTARHREIÐUR
NAPÖLEONS OGJÖSEFÍNU
í&vféHSíféífé ext^n kílómetra vestur
•)L af París er vegvísir sem
bendir á leiðina til eins
(j) vinsælasta sögustaðar í
*
*
*
>]'.____
Frakklandi: Sveitahallar-
innar Malmaison, sem
eitt sinn var ástarhreiður Napóleons
og Jósefínu. Aðrir staðir, sem Napó-
leon dvaldi á, vekja minningar um
herforingja og keisara, en Malmaison
minnir meira á einkalífið. A þessum
friðsæla stað skynjum við manninn
sjálfan — á sumum sæluríkustu
stundum hans og einnig þeim sorg-
legustu.
Kreólasúlkan fagra, Josephine
Tascher de La Pagerie, ekkja Alex-
andre de Beauharnais markgreifa, sá
höllina fyrst meðan á byltingunni
stóð. 1796, þegar hún var nýgift
Bonaparte hershöfðingja — sem þá
var 27 ára, sex árum yngri en hún —
ákvað hún að Malmaison skyldi verða
einkaathvarf ástar þeirra.
Napóleoni þótti verðið, sem krafist
var fyrir eignina, of hátt. Enjosefína
var viss um fegurð sína og áhrif og
ákvað að gera hann hamingjusaman
hvort sem hann vildi eða vildi ekki.
Hún notaði sér tækifærið þegar hann