Úrval - 01.03.1978, Page 91
LANDIÐ FORDÆMDA
89
»asr*
I \MI>
:■ :
istmo
<;l OR(.-i:. V
UllMlliS
|0:í:!
W’Sh Mnrdu
Mtfrebus
'/ V ,
&.'} fiosxke/
i vx'-y
S«oKJ91í.H3-;
4fahsam«rfi.íC.Mw
■
■
fárviðrisins. Við erum komnir til for-
dæmds lands.”
Fámennur hópur hafði orðið eftir
um borð i Auroru, sem hélt 2000
kílómetra tilvesturs.þar sem sá hópur
átti einnig að kanna land. En megin-
könnunin átti að verða þarna að
austanverðunni. Einn hópur átti að
kanna nærliggjandi strandsvæði,
annar að halda lengra og kanna
strandsvæðin þar út í frá, en sjálfur
ætlaði hann I erfiðasta leiðangurinn,
inn í landið. Hann vonaðist til að
komast 800 kílómetra inn í gersam-
lega óþekkt landsvæði.
í nóvember var allt reiðubúið, en
veðurofsinn kom í veg fyrir að lagt
yrði af stað. Það var ekki fyrr en þann
tíunda að Mawson, Ninnis og Mertz
komust upp á ískambinn, og um
nóttina leituðu þeir skjóls í Aladíns-
hellinum, sæmilega rúmgóðum
klefa, sem þeir leiðangursmenn
höfðu áður höggvið inn í ísbjargið.
Næsta dag lögðu þeir endanlega
upp í háskaförina miklu, sem átti
eftir að enda í fáheyrðri baráttu fyrir
lífinu í einhverjum grályndustu
kringumstæðum, sem unnt er að
finna á jarðarkringlunni.