Úrval - 01.03.1978, Síða 96
94
ÚRVAL
þeir urðu að draga. En þótt þeir leo*”
upp klukkan átta að morgni þorláks-
messu, vom þeir aðeins komnir fímm
kílómetra um hádegið.
Mawson ákvað að búast um og
reyna að ráða fram úr spurningu, sem
hafði leitað á hann. Hverju máttu
þeir kasta af því, sem þeir vom með?
Þeir tóku af sleðanum og dreifðu
dótinu í snjóinn. Hann ákvað að
henda myndavélinni og öllum ljós-
myndaplötunum, sem vom úr gleri
og þungar. Hæðarmælinum, sem
þeir höfðu notað daglega af mestu
trúmennsku til að ákveða hæð lands-
ins yfir sjó, hitamælunum, óþörfum
almanökum og bókum, öðmm en
dagbókum hans og Mertz, öllu þessu
var ákveðið að henda. Þeir ákváðu
líka að henda sleðameiðunum, sem
þeir notuðu fyrir tjaldsúlur. I staðinn
ætluðu þeir að nota teleskópískan
þrífótinn undan hornamælinum.
Þeir sváfu til klukkan 11 um
kvöldið, en þá vaknaði Mawson við
fölgræna skímu sem þrengdi sér inn í
gegnum þunnan tjalddúkinn. Meðan
hundastappan var að hitna yfir
prímusnum, rótaði hann í skjóðu
sinni og fann hálfa kexköku, sem
hann hafði geymt til þessa kvölds, og
braut hanaí tvennt. ,,Minjagripur frá
betri dögum, Xavier,” sagði hann og
hló við. Þeir supu á kássunni, nutu
hvers mola af kexbitunum, tveir
menn aleinir með fljótandi augu,
brosandi áreynslubrosum meðan þeir
óskuðu hvor öðmm gleðilegri jóla
framvegis.
Svo lögðu þeir af stað yfir „jóla-
snjóinn” og brutust áfram í sjö ríma,
uns þeir settust að um hálf tíu á
jóladag. Mælingar Mawsons með
hornamælinum sýndu, að þeir vom
hálfnaðir til baka. Enn áttu þeir eftir
að yfírstíga annan mikinn jökul og
síðan sviptivindasaman ískambinn,
og héðan í frá myndi þeim ekki skila
jafn drjúgt og þessar fáu, fyrstu
nætur. En — það voru jól. Hann
sagði við Mertz: ,,Við skulum þakka
guði, Xavier, fyrir að við emm enn á
lífi. Við skulum gefa hvoröðmm það
heiti, að minnast hver annars á
þessum degi það sem eftir er ævinnar,
og fagna honum saman þegar betur
er komið á fyrir okkur. ’ ’
Áður en þeir lögðu upp á ný,
opnaði Mawson nýjan vistapoka og
gerði þunnt kókó úr þurrkaðir mjólk.
Þeir átu dálitla hundslifur, en síðan
hélt Mawson húfunni sinni yfir
prímusnum til að þurrka rakann, sem
á hana settist. I sama bili hrópaði
Mertz: ,,Bíddu aðeins við!” Hann
tók um vinstra eyrað á Mawson og öll
húðin kom af.
Mawson brá við. Hann snerti eyra
Mertz — og það fór á sömu leið.
Mertz tók húfuna af sér og innan í
ullarfrollunni mátti sjá skinnflyksur
og toppa af hári og skeggi. Á báðum
gagnaugum vom illúðlegar skellur og
kollvikin höfðu hækkað. Mawson
veitti því athygli að svarta yfírskeggið
á Mertz, sem verið hafði svo þykkt og
fallegt, var orðið skellótt, og að
hmkkurnar umhverfís munninn,