Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
og hélt út í snjðinn, Örvæntingin
knúði hann til að komast áfram, þótt
hann yrði stöðugt að kanna leiðina
með tjaldþrífætinum og fíkra sig eins
og í hálfgerðri blindni yfir þetta
hættulega svæði.
Að morgni 17. janúar dróst hann
örþreyttur út úr tjaldinu enn á ný og
lét sem hann sæi ekki snjókomuna,
sem gerði skyggnið að svo að segja
engu og einsetti sér að komast átta
kílómetra þennan daginn. Hann
rýndi út í sortann til þess að reyna að
gera sér grein fyrir auðveldustu leið-
inni. Hvað eftir annað nam hann
staðar bókstaflega á spmngubrún, og
tvisvar fór hann fast við endann á
spmngum sem hann sá ekki fyrr en
þær vom á hlið við hann.
Svo kom hann að sléttum snjó og
sleðinn rann vel. Allt í einu — og án
þess að sjá missmíði á snjónum, féll
hann niður í gegnum hann upp á
læri. Honum tókst að klöngrast upp.
Með því að lyfta upp snjógleraugun-
um gat hann greint spmngu, og hann
hafði fallið í gegn við brún hennar.
Hann sá ekki fyrir endann á henni til-
suðurs. Hann leit til norðurs. Þar, svo'
sem fimmtíu metmm norðar, var svo
að sjá sem spmngan lokaðist og ieiðin
vestur væri greið og góð.
I næstu andrá opnaðist fönnin
undir fótum hans og hræðslan þaut í
gegnum huga hans meðan hann fann
sig faila. Svo rykkti bandið harkalega
í hann. Hann hékk yfir svörtu, botn-
lausu hyldýpi, og fann að sleðinn
rann hægt og hægt nær þessu ginn-
ungagapi — nær og nær. Eftir
fáeinar sekúndur myndi sleðinn
renna fram af brúninni og steypast á
eftir honum ofan í iður jökulsins.
,,Svo þetta em endalokin,” flaug
gegnum huga hans.
Svo kyrrðist allt. Sleðinn hafði
numið staðar við einhverja missmíð,
kannski bara snjóskafl, og nú hékk
hann um fjómm metmm fyrir neðan
brúnina, í tveggja metra bili milli
tveggja ísveggja.
Hann vatt ofurhægt upp á sig þar
til hann náði tökum á fjallalínunni
með höndunum. Uppi yfir honum
var þungbúið loftið eins og mjótt
ljósband, undir ósýnilegt, myrkt
djúp. Hann sá ljósa rák þar sem
bandið skarst inn í snjóhengjuna frá
brúninni, og Mawson var mest
hræddur um að ógætileg hreyfing
gæti leitt það af sér að sleðinn færi
aftur að renna.
Hann leiddi sér fyrir hugarsjónir
föggur sínar á stytta sleðanum og sá
þegar í stað fyrir sér matarpokann. I
drottins nafni — maturinn mátti ekki
vera á sleðanum meðan ís og snjór
hyldi hann að eiltfu — óetinn!
Sú tilhugsun efldi hann og hann
teygði langa, horaða handleggina
upp yfir höfúðið og kreppti bera
fmgurna um fyrsta hnútinn á
kaðlinum og lokaði sársaukann úti úr
huga sér. Svo slengdi hann hinni
höndinni á næsta hnút og dró sig
upp. Aftur varð hann að seilast, og
var nú kominn tveim metmm nær
brúninni, aftur, og hann var á móts