Úrval - 01.04.1978, Page 16

Úrval - 01.04.1978, Page 16
14 URVAL Tilhugalíf og mökun mörgæsanna, stóð frá apríl fram í byrjun maí, með- an fyrstu vetrarveðrin geysuðu. Þögn umlukti þau. Dagarnir liðu. Um miðjan maí skyggndist sólin rétt að- eins upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkrar mínútur, næturnar voru 23 stundir. Dag nokkurn stuttu fyrir dögun, verpti frúin eggi. Stóri stegg- urinn og hún sungu fagnandi dúett. Kringum þau voru önnur pör að syngja til að fagna nýorpnum eggj- um, raddir þeirra kvökuðu dillandi í morgungolunni. Tilkoma eggsins batt tímabundinn endi á trúlofun gæsanna. Stuttu eftir varpið hallaði hún sér að honum og afhjúpaði eggið með því að bretta út- ungunarskjóðuna frá því. Steggurinn söng, beygði sig og snerti eggið með nefínu. Hún steig aftur á bak og egg- ið lá óvarið áísnum. Steggurinn ýtti við egginu með nefínu, þar til hann hafði komið því upp á flatvaxna fætur sínar. Hann kreppti klærnar svo eggið Iyftist frá ísnum. Svo iokaði hann það í sinni útungunarskjóðu. Kvenfuglinn söng, beygði sig og hélt í burtu. Hún slóst í för með öðrum kvenfuglum sem héldu til opins hafs 1 norðri. Á næstu mánuðum varð stóri steggurinn að þola hin verstu Suður- skautsvetrarveður á meðan hann gætti eggsins. Sumir veikbyggðari steggir dóu — þeir stóðust ekki ofsa veðursins, og vindurinn feykti þeim um ísinn. Aðrir steggir tóku egg þeirra í fóstur í þessu næstum því endalausa myrkri. Þeir héldu í norð- urátt til sjávar; eggin voru svo aftur tekin í fóstur af einhleypum karlfugl- um. Dag nokkurn kom ljósgeisli upp- fyrir sjóndeildarhringinn í norðri, eins og sólin hefði rétt sem snöggvast sýnt sig. Á varpsstöðvunum ríkti mik- il spenna. Fyrstu eggin voru að ungast út. Ungar skræktu af hungri, en það kom ekki að gagni, því kvenfuglarnir voru á leiðinni til varpstöðvanna, og þurftu að leggja að baki sér meir en 100 km afís. Um miðjan júlí fann stóri steggur- inn hræringu í sínu eggi. Hann beygði sig niður og opnaði útungun- arskjóðuna til að skoða sprungið egg- ið, sem lék á reiðiskjálfi. Hann lokaði skjóðunni aftur og eggið nuddaðist við snöggan bjórinn að innanverðu. Morguninn eftir brotnaði eggið. Litla veran skreiddist út og brölti nú um í skjóðunni. Steggurinn beygði sig nið- ur og gaf unganum dálítinn mjólkur- kenndan vökva — það síðasta sem hann átti frá veiðidögunum. Líf ung- ans var komið undir hlýju fæðunni, sem faðirinn átti, og birgðum af fæðu sem hann átti sjálfur í maga sínum. Steggurinn lagfærði fjaðrir ungans og ýtti honum ofan í breiðu skjóðuna stna. Nú yrði hann einnig soltinn að bíða, eftir því að maki hans skilaði sér og losaði hann. Þegar storminn lægði í vikunni á eftir fóru kvenfuglarnir að tínast að. Feitar og stroknar gengu þær fram og hávaðasamt gagg breiddist út um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.