Úrval - 01.04.1978, Page 16
14
URVAL
Tilhugalíf og mökun mörgæsanna,
stóð frá apríl fram í byrjun maí, með-
an fyrstu vetrarveðrin geysuðu. Þögn
umlukti þau. Dagarnir liðu. Um
miðjan maí skyggndist sólin rétt að-
eins upp fyrir sjóndeildarhringinn í
nokkrar mínútur, næturnar voru 23
stundir. Dag nokkurn stuttu fyrir
dögun, verpti frúin eggi. Stóri stegg-
urinn og hún sungu fagnandi dúett.
Kringum þau voru önnur pör að
syngja til að fagna nýorpnum eggj-
um, raddir þeirra kvökuðu dillandi í
morgungolunni.
Tilkoma eggsins batt tímabundinn
endi á trúlofun gæsanna. Stuttu eftir
varpið hallaði hún sér að honum og
afhjúpaði eggið með því að bretta út-
ungunarskjóðuna frá því. Steggurinn
söng, beygði sig og snerti eggið með
nefínu. Hún steig aftur á bak og egg-
ið lá óvarið áísnum.
Steggurinn ýtti við egginu með
nefínu, þar til hann hafði komið því
upp á flatvaxna fætur sínar. Hann
kreppti klærnar svo eggið Iyftist frá
ísnum. Svo iokaði hann það í sinni
útungunarskjóðu. Kvenfuglinn söng,
beygði sig og hélt í burtu. Hún slóst í
för með öðrum kvenfuglum sem
héldu til opins hafs 1 norðri.
Á næstu mánuðum varð stóri
steggurinn að þola hin verstu Suður-
skautsvetrarveður á meðan hann
gætti eggsins. Sumir veikbyggðari
steggir dóu — þeir stóðust ekki ofsa
veðursins, og vindurinn feykti þeim
um ísinn. Aðrir steggir tóku egg
þeirra í fóstur í þessu næstum því
endalausa myrkri. Þeir héldu í norð-
urátt til sjávar; eggin voru svo aftur
tekin í fóstur af einhleypum karlfugl-
um.
Dag nokkurn kom ljósgeisli upp-
fyrir sjóndeildarhringinn í norðri,
eins og sólin hefði rétt sem snöggvast
sýnt sig. Á varpsstöðvunum ríkti mik-
il spenna. Fyrstu eggin voru að ungast
út. Ungar skræktu af hungri, en það
kom ekki að gagni, því kvenfuglarnir
voru á leiðinni til varpstöðvanna, og
þurftu að leggja að baki sér meir en
100 km afís.
Um miðjan júlí fann stóri steggur-
inn hræringu í sínu eggi. Hann
beygði sig niður og opnaði útungun-
arskjóðuna til að skoða sprungið egg-
ið, sem lék á reiðiskjálfi. Hann lokaði
skjóðunni aftur og eggið nuddaðist
við snöggan bjórinn að innanverðu.
Morguninn eftir brotnaði eggið. Litla
veran skreiddist út og brölti nú um í
skjóðunni. Steggurinn beygði sig nið-
ur og gaf unganum dálítinn mjólkur-
kenndan vökva — það síðasta sem
hann átti frá veiðidögunum. Líf ung-
ans var komið undir hlýju fæðunni,
sem faðirinn átti, og birgðum af fæðu
sem hann átti sjálfur í maga sínum.
Steggurinn lagfærði fjaðrir ungans og
ýtti honum ofan í breiðu skjóðuna
stna. Nú yrði hann einnig soltinn að
bíða, eftir því að maki hans skilaði sér
og losaði hann.
Þegar storminn lægði í vikunni á
eftir fóru kvenfuglarnir að tínast að.
Feitar og stroknar gengu þær fram og
hávaðasamt gagg breiddist út um