Úrval - 01.04.1978, Síða 17
EGG MÖRGÆSARINNAR
15
varpstöðvarnar. Mörgæsir tróðu sér og
renndu gegnum snjóinn. Stóri stegg-
urinn sem hafði verið að unga út í
næstum 65 daga hafði lést um meir
en 20 kg. Loksins heyrði hann kunn-
uglegt hljóð. Hann svaraði og maki
hans birtist.
En það var ekki auðvelt fyrir hann
að láta ungann frá sér, jafnvel ekki til
hennar. Á öðmm degi gaf hún hon-
um ærlegt högg með nefinu. Unginn
skrækti, datt úr skjóðunni og sprikl-
aði á ísnum. Báðir fuglarnir reyndu
að ná honum. Einhleypur karlfugl
reyndi að stela honum. Þegar þessum
ruglingi lauk hafði kvenfuglinn náð
unganum í sína skjóðu. Hún fóðraði
hann á hálfmeltum kolkrabba. Stegg-
urinn beið 1 sólarhring, svo hélt hann
til sjávar.
Meðan steggurinn gladdi sig yfir
vorinu og vaknandi sjónum, fóðraði
kvenfuglinn ungann sparlega á fæðu
sem hún hafði flutt með sér. Síðla í
ágúst, kom stóri steggurinn afturfeit-
ur og sléttur. Mestu rokin vom afstað-
in og nú myndi unginn verða fljótur
að vaxa og báðir foreldrarnir gæta
hans. I endaðan október, þegar ísi
lagður sjórinn var kílómetra út af
varpstöðvunum, var unginn tilbúinn
að veiða handa sér sjálfur. Stóri stegg-
urinn var kyrr og fóðraði ungann
óreglulega. Dag nokkurn var unginn
einnig horfinn. Hann myndi læra af
eðlisávísun hvernig hann ætti að
bjarga sér.
Nú vom varpstöðvarnar stór gul-
leitur flekkur með ósléttum ís, sem
myndi byrja að brotna í nóvember.
ísjakarnir spmngu og skeiltust í sjó-
inn með gusugangi. Stóri steggurinn
stóð á ísjaka ásamt félögum sínum.
Hann sperrti vængina, þandi út háls-
inn og gaf frá sér hátt gjallandi hljóð,
sem gat verið til dýrðar þessu stutta,
gjöfula sumri við veiðar á opnum sjó.
Þegar hljómurinn magnaðist, steypti
hann sér í fagurt Suðurskautshafið.
★
STÆKKUN HÚSA
Þriggja og fjögurra herbergja smáhýsi er hægt að stækka eftir því
sem fjölskyldan stækkar. Viðbótarherbergi em fengin með því að
bæta verksmiðjusmíðuðum samstæðum við húsin, en gert hefur verið
ráð fyrir þeim á teikningu hússins. Þannig er hægt að bæta við húsa-
kostinn eftir þörfum með mjög litlum tilkostnaði. Þessi háttur á
byggingum íbúðarhúsnæðis var tekinn upp 1 Tajík og hefur nú verið
á hafðurí mörgum fleiri stöðum í Sovétríkjunum.