Úrval - 01.04.1978, Page 26
24
ÚRVAL
og liggur 1586 metra yfir sjávarmáli.
Hann er stærstur og sumir segja ynd-
islegastur allra dala í háfjöllum jarð-
arinnar. Dalurinn er næstum umlukt-
ur skörðóttum fjöllum sem ná 5.185
metra hæð. Úr klettum fjallanna
kemur árið um kring gnægð af góðu
vatni. Vatnið kemur frá bráðnandi
jöklum, og hellist niðurí silfurtærum
fossum, það vellur líka upp úr jörð-
inni á köldum vorum, fer í gegnum
skurði, um hrísakra, myndar stöðu-
vötn og dý og sameinast að lokum
breiðri og hlykkjóttri Jhelum ánni.
Þjóðsagan segir að dalurinn hafi verið
djúpt stöðuvatn, þar til hinn heilagi
maður Kashyap, sem var barnabarn
Brahma, sem skapaði alheiminn,
þurrkaði það upp með því að höggva
gat á einn vegginn sem umlukti það.
Gatið er núna kallað Baramulagatið,
sem hleypir ánni niður á láglendið
fyrir neðan. Kashmir, nafnið á daln-
um sem varð til við þetta, er haldið
vera dregið af nafni hins heilaga
manns.
Frá stjórnmálalegu sjónarmiði
þýðir Kashmir vandræði. Frjósamur
norðurhlutinn, sem teygir sig inn 1
Indland er gæslusvæði. Hann hefur