Úrval - 01.04.1978, Page 27
TÖFRALANDIÐ
25
Tveir shikara-bátar berast um kyrran flöt Dalvatns.
verið vinsæll til innrása um aldir.
1846 réði Stóra-Bretland miklum
hluta Indlands og seldi Kasmir (sem
það átti þó ekkert með) Maharaja
Gulab Singh í Jammu fyrir 750 þús.
pund. Vegna þessa vingjarnlega
stjórnanda og heppni manna hans við
að verja landamærin, höfðu Bretar
aldrei herstöð í Kashmir, en takmörk-
uðu tilverurétt þess við skyldur
breskra þegna. Þegar reglur stjórnar-
innar gáfu leyfl til frelsis en skipting-
ar Indlands, ákvað stjórn Kashmir að
sameinast hinu nýja indverska lýð-
veldi fremur en Pakistan. Frá þeim
tíma hefur þrisvar verið ráðist inn í
Indland, tvisvar af Pakistan og einu
sinni af Kína; þessi tvö ríki hafa nú í
sínum höndum ríflega helming þess
svæðis er áður tilheyrði Indlandi eða
137.288 ferkllómetra. Engin stór
herárás hefur truflað Kashmir frá
1971 og vopnahléssamningarnir, sem
Sameinuðu þjóðirnar hafa eftirlit
með, eru enní gildi.
Fimm milljónir íbúa Kashmírs,
einangraðir af fjallgörðum,halda öllu
í gamla horfinu. Kashmír er þeirra
, ,land”. Indverjar eru fólk sunnan frá
landamærunum. íbúar Kashmír eru
gáfaðir, duglegir, hafa sköpunarnátt-
úru sem gerir þá að prýðilegum hand-
verksmönnum. Karlmennirnir — há-
vaxnir, skarpleitir og snarir — skera