Úrval - 01.04.1978, Page 45
43
Luna, sjálfvirku tunglkönnuðirnir, hafa þegar aflað
okkurýmsra grundvallarupplýsinga, sem hafa ekki aðeins
aukið þekkingu okkar á þessum fylgihnetti jarðarinnar
heldur og á sögu jarðarinnar.
TUNGLIÐ
OG
SAGA
JARÐARINNAR
— Valeri Barsúkov —
*[-------n*
*
*
*
\V \ V \J/ vv vtr
/I\/.N/InVIn
jölmargar staðreyndir
sem komið hafa í ljós síð-
ustu átta árin við rann-
sókn jarðfræðinga og
jarðefnafræðinga á berg-
sýnum frá öðmm hnetti,
kynda ekki svo mjög undir ímyndun-
arafli vísindamannanna, öllu fremur
setja þær gömlum og nýjum kenning-
um um uppmna mánans þrengri
mörk.
Þrjár kenningar hafa lengi verið tii
Valerí Barsúkov er framkvæmdastjóri Jarðefna-
og efnagreiningarstofnunar sovesku visinda-
akademíunnar.
umræðu: Stykki úr jörðinni, þar sem
nú er Kyrrahafið, slitnaði frá og
myndaði tunglið; tunglið myndaðist
upphaflega sem sjálfstæð stjarna en
síðar dró jörðina hana til sín og batt
hana á braut; og loks, jörðin og
tunglið urðu til samtímis. Fyrsta
kenningin hefur misst gildi sitt, önn-
ur kenningin á nú orðið mjög fáa
stuðningsmenn en þriðja kenningin
er orðin ríkjandi.
Nú er talið að myndun tunglsins
sem hnattar hafí verið lokið að mestu
fyrir um 4.600 milljónum ára. Fyrsta
stigið í sögu þess, svokallað ,,megin-