Úrval - 01.04.1978, Side 60

Úrval - 01.04.1978, Side 60
58 URVAt gerði hreystilega tilraun til að verja sig, en beið lægri hlut. Þegar minkurinn yfirgaf hýði moskusrottunnar hélt hann yfir vatn- ið. Fölur hálfmáni skein gegnum skýjaslæður og gaf litla birtu. Skyndi- lega fann minkurinn hárbeittar klær læsast í síðuna og hálsinn, hann vatt upp á sig til að verja sig. Stór hyrnd ugla hafði ráðist á hann, aftan frá. Óður minkurinn ólmaðist, vælandi af bræði, eins og knippi af stálfjöðr- um. Uglan missti takið á hálsi hans og hvæsandi og skyrpandi sökkti hann umsvifalaust, löngum beittum, tönnunum í fót fuglsins. Uglan reyndi að losa takið á þessu óða kvik- indi, en tókst ekki. Svo læstist klóin djúpt í hjarta minksins. Sigur vængjaða dýrsins var dýr- keyptur, fóturinn var óvirkur. Með erfiðismunum gat uglan lyft sér upp og var reikul á fluginu. Hún skildi minkinn eftir í blóðslettóttum snjón- um — hræ sem yrði étið af smádýr- um, mörgum sömu tegunda og hann hafði ofsótt. Gagnstætt innilokuninni sem vet- urinn færði moskusrottunni, múr- meldýrinu og íkornanum, hlaut kan- ínan nýtt frelsi. Sex mánaða gömul kanína, sem hafði varla komið út úr heimaholunni sinni, gat nú hoppað yfir ísi þakið landið til staða sem ekki var hægt að komast að landleiðina. Aðalhætta hennar var grábrúnn pels- inn, sem var áberandi móti hvítu landslaginu. Þegar óveðrið skall á um miðjan janúar, faldi kanfnan sig í þrjá sólar- hringa undir þykkum lurk af dröfn- óttum elriviði. Þegar veðrið að lokum lægði, skreiddist hún út úr fylgsninu með eitt takmark í huga: að seðja hungrið. Sér til léttis fann hún að matur var innan seilingar: þar sem snjórinn hafði hækkað yfirborðið svo hún náði í greinar og ber, sem höfðu annars verið ofan seilingar. í lok janúar var kanínan í góðum holdum. Hún mátti teijast líkleg til að komast af. Einn af hverjum sex kanínuungum sem fæðst höfðu sum- arið áður lifðu enn. Hún yrði að vera heppin ef hún ætlaði að eignast af- komendur — fengitíminn var meira en tvo mánuði undan. Dag nokkurn í febrúar, án þess að fá nokkurt ráðrúm, fann hún til sker- andi sársauka í bakinu þegar klær uglunnar læstust í það. Hún barðist um eins og hún gat. Annar fótur ugl- unnar hélt henni, hinn virtist skadd- aður og gagnslaus — ef klær beggja fóta hefðu þrengt sér í hana hefði hún verið vonlaus. Þá kom úlfur þjót- andi að þeim. Uglan slakaði á takinu sem hún hafði á fórnarlambinu og kanínan reif sig lausa. Síðasta góða veiðin sem úlfahópur- inn hafði komist í var gamla, þreytta dádýrið. Krafan um fæðuöflun var mest hjá ungu hvolpunum sem hþfðu gífurlega matarlyst. Úlfsungi gekk upp á smáhæð og stirðnaði upp þegar hann sá kanínu koma í áttina til hans. Meðan hann beið eftir bráðinni sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.