Úrval - 01.04.1978, Page 62
60
URVAL
þess svo mikið að hugsa um söng. Nú heyrði hann ýlfur hinna úlfanna sem
teygði hann höfuðið og sendi hátt ýlf- svar, og hann lagðist niður til að bíða.
ur út í nóttina. Ekki langt undan Hann var heima.
>&&£>& *
SKREYTINGARI SUÐUR-TURKMENÍU
Beselgi-Pere dalurinn er þekktur af íbúum Suður-Turkmeníu fyrir
hinar miklu skreytingar sem er að flnna á þröngum klettaveggjum
hans. Þar hafa varðveist hinar margvíslegustu teikningar og áletranir.
Hinarelstu eru frá 15. öld. Þarna gefurað líta myndir af snjóhlébörð-
um, fjallageitum og hverskonar öðrum dýrum. Einnig eru greypt í
klettana ýmiskonar veggskreytingar og forn ljóð, sem bera merki
gamallar menningar.
„POLYVINYFLOURIDE” HVAÐ ERÞAÐ?
Polyvinyflouride er blanda af málmi og örsmáum polymerfrum-
eindum sem ryðgar ekki og hægt er að nota til margra hluta, svo sem
til einangrunar á rafmagnsleiðslur. Ef blek hellist niður á flöt sem
þessi blanda hefur verið borin á hverfur bletturinn á nokkrum sek-
úndum. Þetta nýja efni er framleitt á efnarannsóknarstofu háskólans
í Taskent.
LISTMÁLAÐIR GLUGGAR
Sú listgrein að mála myndir á glerí glugga er aldagömul, en held-
ur sínu fulla gildi enn í dag. Þessi listgrein hefur lifað t Latvíu um
aldaraðir. Þar prýða gluggamálverk fjölmörg hús bæði gömul og ný.
Og það er ekki einungis Latvla sem heldur þessa eldgömlu listgrein í
heiðri, heldur er hún iðkuð á fjölmörgum öðrum stöðum. Til dæmis
máluðu listamenn frá Ríga 500 fermetra flöt af gleri, sem á að prýða
glugga leikhúss í Tiblisí. Ennfremur máluðu þeir glugga fyrir heilsu-
hæli í Hvíta Rússlandi og kaffihús í Búsúlúk.
MELJOT
Yfirlætislaus jurt vex í Síberíu og nefnist Meljot. Þessi jurt hefur
reynst búin fágætum og nytsömum eiginleikum. Hún gefur ágætis
heyuppskeru og býflugnaeigendur fá 1/4 úr tonni af hunangi af
hverjum hektara þar sem þessari jurt hefur verið sáð. Meljotjurtin
þolir vel þurrka og vex í saltbornum jarðvegi. Ennfremur eru sterkar
rætur plöntunnar megnugar þess að breyta eðli jarðvegsins svo að þar
verða betri vaxtarskilyrði fyrir hverskonar gróður.