Úrval - 01.04.1978, Page 91

Úrval - 01.04.1978, Page 91
DREPIDÍNAFNITRÚAR höfðu verið framin áður en honum var sleppt úr fangelsi. Hann vissi það vegna þess að hann hafði séð myndir af glæpunum, svo og hluta af líkun- um. , ,Þeir fóru út á kvöldin. Á hina og þessa staði. Tóku upp puttalinga og drápu þá. Þeir kölluðu það ,,íkorna- veiðar.” „Hvemarga?” spurði Fotinos. „Marga,” svaraði Tony. ,,Mjög marga.” Verðlaunin fyrir ákveðinn fjölda morða voru ofurlitlir vængir sem voru saumaðir á jakkaboðang morðingjans. Á lofti fyrirtækisins hafði Tony verið sýnd feikistór mappa með myndum af Englum Dauðans — tugum manna með litla, skrautlega vængi á jökkunum. Ef hver og einn hafði drepið stitt tilskilda lágmark, var heildartala morðanna yfir- þyrmandi. Hvað snerti Zebramorðin hafði Tony verið með morðingjunum við nokkur tækifæri. Hann var til dæmis viðstaddur nóttina sem Quita Hague var höggvin til bana með sérstakri hátíðasveðju — einni af mörgum slíkum vopnum, þar með talið marg- hleypum, sem voru geymd í flauels- klæddum sýningarkössum heima hjá einum englinum. Þar að auki ljóstraði Tony því upp, að það hefði verið hann, sem setti búkinn niður á strönd í desember, og það var ekki fyrsta slíka ferðin. við önnur tækifæri hafði honum verið skipað að fara með samskonar ,,pakka” á ruslahauga 89 borgarinnar. Sumum hafði hann kastað út af Golden Gate brúnni. Vissi hann hvað var í þeim? Hann gáði ekki að því. En hvað svo sem í þeim var, voru þeir oft blóðugir. Fotinos gretti sig, leit á félaga sinn og spurði á grísku: ,,Gus, trúir þú þess- um náungaí alvöru?” Coreris svaraði á sama máli: , ,Hann hefur haft rétt fyrir sér svo að segja um hvert smáatriði. Hvernig getur hann vitað það, ef ekki frá fyrstu hendi? Við VERÐUM að trúa honum.” Nlál í uþpsiglingu í framhaldi af uppljóstrunum Tonys setti lögreglan vörð við flutn- ingafyrirtækið, dag og nótt. Hver og einn hinna grunuðu var ljós- myndaður og gengið úr skugga um hver hann var. Flestir áttu langa fangavist að baki. Tveir höfðu verið samrímis Tony Harris í San Quentin. Fylgst var nákvæmlega með ferðum þeirra og gerð skrá yfir heimili þeirra og þá staði sem þeir sóttu. Coreris og Fotinos leigðu mótelherbergi handa Tony niðri í borginni. Þar héldu þeir áfram að yfirheyra hann. Hvar var krúnurakaði byssumaðurinn, sem fyrstu vitnin höfðu lýst? Lögreglan hafði ekki séð hann við flugningafyrirtækið. Það var vegna þess að hann var þegar kominn í fangelsi aftur, fyrir morð, sagði Tony. Hann upplýsti líka, að hann héti Jesse Lee Cooks. Coreris vissi að Cooks, sem hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.