Úrval - 01.04.1978, Page 92

Úrval - 01.04.1978, Page 92
90 URVAL. ófagran glæpaferil að baki, hafði verið handtekinn 30. október árið áður, tíu dögum eftir morðið á Quitu Hague, fyrir að skjóta ungan kven- stúdent til bana. Hann var gripinn fáeinum mínútum seinna með marg- hleypu í beitinu og játaði sekt sína. Hann var einnig kærður fyrir nauðganir, og hafði sagt við eitt fórnarlamba sinna að ,,götur San Fransisco verða fljótandi í blóði áður en langt um líður.” Tony hélt því fram, að einn leiðtogi Engla Dauðans, maður sem var að reyna að öðlast liðsforingjatign innan hópsins, hefði flogið til Chicago til þess að leggja fram sönnunargögn um vígin og fá frama sinn. Hann hafði komið tómhentur til baka og sagt: ,,Við höfum ekki enn verið nógu duglegir.” Þetta sannfærði Coreris um, að einhver í Chicago hefði samþykkt, jafnvel fyrirskipað, morðin. En aðeins fáir vissu, hver þessi maður í Chicago var. Tony vissi ekki deili á honum. Þótt uppljóstrunum Tonys væri haldið vandlega leyndum, lak það einhvern veginn út að hann hefði gengið til samstarfs við lögregluna. Fulltrúi Þjóðar íslams birtist óvænt við mótelið og krafðist þess að Tony yrði framseldur honum. Fotinos, sem var staddur hjá Tony er þetta gerðist, neitaði. En hann grunaði, að fleiri trúfélagar væru á næstu grösum, og í von um að sleppa við skotbardaga flúði hann og Tony út um brunastiga á bakhlið mótelsins. Örfáum andartökum seinna kom hópur múhammeðstrúarmanna til að , ,frelsa’ ’ Tony með valdi. Nú var gripið til sérstakra varúðarráðstafana til þess að halda dvalarstað Tonys leyndum. Það var sífellt verið að flytja hann og hans var gætt allan sólarhringinn. En skaðinn var skeður. Hinir grunuðu vissu að hann var í höndum lögreglunnar. Coreris var vandi á höndum. Myndir af hinum grunuðu höfðu verið sýndar vitnum í málinu og þau höfðu þekkt byssumennina úr með öruggri vissu og samhljóða. En önnur sönnunar- gögn voru heldur bágborin. Coreris og Fotinos höfðu vonast til að fá rýmri tíma til að grafa upp áþreifanlegri sönnunargögn, og kannski að komast að því hverjir aðrir Englar Dauðans væru. Vandinn var mikill. Áttu þeir að bíða og hætta á að týna hinum grunuðu, eða áttu þeir að handtaka lýðinn áður en málið var fullmótað? Gátu þeir hætt á að gerðar yrðu fleiri skotárásir, fleiri morð framin? ,,Þeir verða handteknir á sunnu- daginn,” tilkynnti Coreris. ,,Við getum ekki beðið lengur. En áður en lögreglunni vannst tími til að láta til skarar skríða, varð óvenjuleg, ný þróun i málinu. Leitin að A 47469 Síðla dags, 27. apríl 1974, fjórum dögum áður en til hand- tökunnar skyldi koma, var skólastrákur að elta boltann sinn, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.