Úrval - 01.04.1978, Page 109
107
TÖFRALYF
LÆKNAVÍSINDANNA:
PLATPILLAN
— NORMAN COUSINS
OG SUSAN
SCHIEFELBEIN —
*****
*
*
*
*
F
yrir ekki löngu var tveim
sjúklingum, sem þjáðust
af þunglyndi og höfðu
tekið lyf við því, gefíð
***** nýtt lyf. Þeir fengu báðir
samskonar pillu, sem þeim var sagt að
væri nýtt og efnilegt lyf. Öðrum var
sagt, að pillan myndi draga verulega
úr þunglyndinu og jafnframt bæta
líkamlegt ástand. Hinum var sagt, að
pillan væri enn á tilraunastigi og
myndi sennilega hafa töluverðar
aukaverkanir, en hvað snerti þung-
lyndisverkanirnar væri hún vel þess
virði að taka hana.
Báðum sjúklingum batnaði veru-
lega í þær áttir, sem þeim hafði verið
sagt að pillan verkaði. En hvernig gat
nákvæmlega sama lyfið haft svo mis-
munandi verkanir? — Pillan var alls
ekki lyf — heldur hylki með saklaus-
um mjólkursykri.
Rannsókn á þessari sérstæðu lækn-
ingaaðferð hefur lokið upp víðtæku
fróðleikssviði um það hvernig líkam-
inn læknar sig sjálfur og um dular-
fullan hæfíleika heilans til að valda
efnaskiptum í líkamanum, sem nauð-
synleg eru til að sigrast á sjúkdómum.
I venjulegum skilningi er platpilla
gervilyf — oftast sakleysisleg pilla eða
hylki með þurrmjólk eða sykri. Nú til
dags er hún gjarnan notuð til að prófa
ný lyf. Þau áhrif, sem nýja lyfið fram-
kallar, er borið saman við verkanir
,,lyfjalausa lyfsins” — platpillunnar.
En platpillan, sem eitt sinn var
meðhöndluð af fyrirlitningu og nán-