Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 32
Meðn björninn beið varð hann mjög svangur.
Því lengur sem hann beið, því svengri varð hann.
Enginn fiskur synti hjá. Þarna var bara sjór og
sandur, en enginn fiskur.
Hann varð mjög svangur og það fór í skapið á
honum.
Honum þótti það svo leitt að hann fór að
skæla. Stór tár hrundu niður í sjóinn.
Meðan hann sat og grét átti refur þar leið hjá.
Refurinn spurði? ,,Af hverju ertu að gráta,
björn?”
Og björninn svaraði milli ekkasoganna: ,,Ég er
svo hræðilega svangur og enginn fiskur kemur.
Þá sagði refurinn: ,,Ef fiskarnir eru farnir, hvers
vegna veiðirðu ekki annarsstaðar?
Björninn svaraði reiðilega. ,,Ég hef alltaf veitt
hérna við ströndina. Hér hafa fiskarnir alltaf verið
og ég hef veitt þá.”
Refurinn trítlaði burtu um leið og hann sagði:
,,Ég held að þú sért voðalega heimskur björn. I
þínum sporum myndi ég fara upp á hæðina og
éta ber eins og hinir birnirnir. ’ ’
Björninn sat á ströndinni allan sólarhringinn og
varð svengri og svengri.
Mamma hans kom til hans og sagði honum að
hann yrði að borða. Sumarið væri liðið og komin
næturfrost. Jafnvel dagarnir gerðust kaldir. Móðir
hans sagði honum að þegar veturinn kæmi yrði
hann að leggjast í hýði, sem þýðir að hann ætti að
sofa allan veturinn. En áður en nokkur gæti lagst í
hýði yrði hann að verða stór og feitur svo hann
sylti ekki til bana meðan á svefninum stæði, og
áður en vorið vekti hann.
Björninn hlustaði ekki.