Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 27
EINS OG FUGLINN FLEYGI
25
Hærra og lengra.
Árið 1932 flaug Sergei Anokjin
viðstöðulaust í 32 klukkustundir.
Þrem árum síðar var Vladimir Lisitsin
á lofti í 38 klukkustundir og 40
mínútur í tveggja sæta svifflugu með
farþega um borð.
Á fjórða áratugnum urðu nöfn
nokkurra sovéskra svifflugmanna,
sem settu met, kunn um allan heims.
Á einum mánuði árið 1937 setti
Victor Rastorgujev þrisvar sinnum
heimsmet, flaug fyrst 539, síðan 602
og loks 625 kílómetra. I júní árið
1939 flaug hin 19 ára gamla Olga
Klepikova 750 kílómetra í svifflugu,
sem hönnuð var af Oleg Antonov.
Karlar bættu fyrst árangur hennar 12
árum síðar.
I síðari heimsstyrjöldinni fluttu
þungar svifflugur hljóðlaust skotfæri
og jafnvel vélbyssur til föðurlandsvina
að baki víglínu óvinanna.
í dag eru starfræktir margir svif-
flugklúbbar í borgum víðsvegar um
Sovétríkin þar sem þúsundir pilta og
stúlkna iæra tækni hins frjálsa flugs.
Sérhverjum er frjálst að gerast
meðlimur, svo fremi að heilsufars-
ástæður hindri það ekki. Félögin
standa straum af kostnaði við
svifflugurnar og þjálfunartækja-
búnað. Það eina, sem einstaklingarn-
ir þurfa að greiða er árlegt félags-
gjald, sem er 30 kópekar (um 120-
130 kr.)
Árið 1967 flaug hópur
svifflugmanna í Moskvu 915
kílómetra vegalengd og náði alla leið
til stranda Azovhafs. Þá setti Jurí
Kuznetsov nýtt heimsmet, er hann
flaug í tveggja sæta svifflugu með
farþega um borð 922 kílometra leið.
Sama dag flugu Izabella Gorokjova
og Tatjana Pavlova í sömu tegund
svifflgu 865 km vegalengd, báðar
með farþega um borð.
Eru möguleikum svifflugs engin
takmörk sett? Ég veit ekki, hvort
nokkur þorir að nefna þau. Á sjöunda
áratugnum var það draumur margra
svifflugmanna að fljúga 1000
kllómetra. En í dag er heimsmetið,
sem Vestur-Þjóðverjinn Hans-Werner
Grosse setti, 1461 kílómetri. Og í
annarri heimsálfu náði
Bandaríkjamaðurinn Paul Bikle yngri
um 14 þúsund metra hæð. Hljóðlaust
flug í háloftunum! Stórkostlegt! En
ég er þess fullviss, að þetta eru ekki
mörkin. Yfír fjallendi er unnt að ná
hæð, sem er 10 til 12 sinnum meiri
heldur en hæð fjallanna ef notaðir
eru svokallaðir bylgjustraumar. Á
jörðinni eru fjölmargir tindar 4000
metra háir eða hærri. Margfaldið
4000 metra með 10 og þið eruð
komin í 40 kílómetra hæð. Allt sem
þarf til þess að sigrast á þessari hæð er
ný sviffluga, hönnuð fyrir háloftin.
Loftstraumar geta ekki aðeins haldið
svifflugu uppi í háloftunum heldur
og borið hana um geiminn á 200 til
500 kílómetra hraða á klukkustund
um óravegu.
★