Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 91
,,ENGLARYK” — MORÐINGINN ÓÚTREIKNANLEGI
89
um 65% þeirra sem þeir þurfi nú að
fást við séu PCP notendur (ath.
miðað er við Bandaríkin. Þýð.).
Samkvæmt upplýsingum Bandarísku
fíkniefnastofnunarinnar (NIDA) hafa
um 7 milljónir manna í
Bandaríkjunum notað PCP — eða
þrisvar sinnum fleiri en notað hafa
heroin (2,3 milljónir) og tiltölulega
litlu færri en notað hafa kókain (9,8
milljónir). Á siðasta ári er talið að
PCP hafí valdið.100 dauðsföllum og
sent yfír 4000 fórnarlömb í gjörgæslu.
Varaformaður bandaríska lækna-
sambandsins hefur lýst því yfír, að
PCP sé það sem læknasamtökin hafí
nú mestar áhyggjur af, og NIDA
hefur lýst því yfír, að PCP sé nú mesta
vandamálið meðal vímugjafa.
,,PCP er skelfilegasta efnið, sem
við verðum nú að berjast við,” segir
Regine Aronow, læknir við Barna-
spítala í Michigan í Detroit. Og
ástæðan liggur í augum uppi.
Miðlungsskammtur getur valdið
skefjalausu ofbeldi og gert
neytandann ekki aðeins hættulegan
sjálfum sér, heldur þeim sem í nánd
kunna að vera, alsaklausir. Og illa
getur farið fyrir neytandanum,
hvenær sem er getur hann farið
„slæma ferð”.
PCP er ódýrt efni og auðfengið, og
hefur komið upp hvarvetna um
Bandaríkin. PCP fannst í 66 þeirra
llka, sem krufín voru í Los Angeles
árið 1977. I New York borg er áætlað
að 40% menntaskólanema, sem
leituðu hjálpar vegna fíkni-
efnaneyslu, hafi prófað þetta efni,
samkvæmt umsögn Mitchell S.
Rosenthal, yfirlæknis Phoenix House
Foundation, sem er stærsta
endurhæfingastöð Bandaríkjanna
fyrir eiturlyfjasjúklinga. Ástandið er
nærri jafn slæmt utan borganna.
PCP hóf göngu sína sem löglegt lyf
á sjötta áratugnum, og var þá notað
sem deyfilyf við uppskurði. En í ljós
komu hættulegar hliðarverkanir, svo
það var tekið af markaðnum sem lyf
fyrir fólk árið 1965 — þótt það sé enn
notað löglega sem deyfilyf 1
dýralækningum, undir nafninu
Sernylan. 1967 kom lyfíð fyrst fram
ólöglega í San Francisco. Þá var það 1
pilluformi og gekk undir
gælunafninu „friðarpillan”. En það
líkaði ekki sérlega vel og náði ekki
mikilli útbreiðslu.
Svo var það fyrir um þremur árum,
að PCP skaut skyndilega upp
kollinum á nýjan leik, og varð þá
þegar í stað vinsælt. Neytendur
uppgötvuðu að þeir gátu betur ráðið
skammtastærðinni með því að nota
það sem duft („englaryk”). Farið var
að blanda því í hvers konar efni til
reykinga — tóbak, en þó öllu öðru
fremur maríjúana.
PCP verkar á miðtaugakerfíð. Það
getur örvað, og það getur valdið
þunglyndi, verulega eftir því hve
mikils er neytt. Flestir neytendur
verða fyrir þægilegum áhrifum 1
fyrsta sinn, sem þeir neyta þess.
Áhrifín koma eftir eina til fímm
mínútur, og vara í fjórar til sex