Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 89

Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 89
,,ÉG FER EKKl FRÁ ÞÉR, EMMA ” 87 sínu, þegar hann heyrði ærandi dyn. Hann flýtti sér út — rétt í tæka tíð til að sjá afturspaðana á þyrlu hverfa fyrir klettahorn. En mennirnir þrír í þyrlunni höfðu séð hreyfingu og sneru við — annars voru þeir á leið til að líta eftir drengjabúðunum við enda vegarins — og trúðu varla sínum eigin augum. En það var ekki um að villast, hvíthærður maður í rauðköflóttri skyrtu veifaði þeim. Þótt svigrúmið væri ekki mikið — þyrluspaðarnir voru innan við tvo metra frá klettaveggnum — lenti Bob Wasik flugmaður þyrlunni á veginum og ruggaði henni þar þangað til honum þótti hún sitja almennilega. Mennirnir þrír voru komnir út og lagðir af stað gegnum votan snjótinn í átt; til gamla mannsins meðan spaðarnir voru enn að snúast. John Bethell varð fyrstur til hans og sló um hann hendleggjunum í kröftugu faðmlagi. ,,Þið eruð englar af himnum,” sagði Larry Shannon mjóróma. Svo brast hann í grát, í fyrsta sinn síðan 32 daga einangrunin hófst. EMMA SHANNON VAR jarðsett í Modesto nokkrum dögum síðar. A páskadag hélt Larry á ný þangað sem húsbíllinn stóð ásamt eiginmanni sonardóttur sinnar og vini hans. Þeir skiptu um hjöruliðinn og ungu mennirnir störðu með æsingi og aðdáun á Larry fikra bílnum fyrir nefið á skriðunni, snúa við og koma til baka. Þótt hann hafði !ést um 8 kíló var hann vel á sig kominn að öðru leyti. Lífsþorsti hans hafði ekki rénað, og ekki leið á löngu áður en hann tilkynnti að hann ætlaði að aka sjálfur heim til Grand Rapids. Bob McAdams, þriðji maðurinn í hópi þeirra sem björguðu honum, dró sögu hans saman í fá orð: ,,Larry Shannon er dæmi um óbugandi mann. Hann hefði aldrei gefist upp.” ,,Andi mömmu kom líka við sögu,” bætti Patti Sparr við. ,,Ef pabbi hefði reynt að ganga til byggða, hefði hann orðið úti. Svo rnamma hafði vit fyrir honum, jafnvel í dauðanum. Hún bjargaði lífi hans, af því hann vildi ekki fara frá henni.” ★ Unglingsstúlka, dóttir vinkonu minnar, þurfti að ferðast flugleiðis. Hún leit í flýti á tilvonandi sessunaut sinn. Með samblandi af spenningi og feimni velti hún því fyrir sér hvort það væri í raun og veru Bing Crosby. Þó hana langaði til að horfa nánar á hann kom hún sér ekki til þess, en reyndi að gjóa augunum á hann í laumi. Sessunautur hennar sem hafði skemmt sér vel hallaði sér að henni og sagði með sinni djúpu baritonrödd, eins og afsakandi: ,,Það er nú svo, að allir verða að vera einhversstaðar.” -R.O.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.