Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 111

Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 111
SPORREKJA NDINN 109 kofanum. Við fléttuðum sedrus- teinunga til að búa til mottu fyrir þakið, lögðum síðan furugreinar ofan á og köstuðum mold yfir allt saman til að þétta götin. Þegar fram liðu tímar spratt gras á þakinu. Við hlóðum kant upp að kofanum svo vatn græfi ekki undan honum. Við þöktum veggina með gras- knippum, hnýttum þá eins og kústa og lögðum yfir bjálkana. Við ófum grasið líka inn í þakið og settum brún líkt og sandkassa utan með þakinu svo moldin skolaðist ekki af. Þegar við loksins vorum búnir, var kofinn orðinn að litlu, öflugu mannvirki, eins konar samblandi af kofa og virki. KOFI GÓÐA LYFSINS var reistur rétt við mýrardrag. Fram úr mýrar- draginu lá tær, stríður lækur umhverfis rjóðrið, sem kofinn stóð í. Við brutum niður tvö dauð sedrustré og gerðum brú yfir lækinn. Meðan við vorum að gera brúna, datt okkur í hug að gera skoðunargrind yfir lækinn. Rétt ofan við brúna bjuggum við til grind úr lurkum, sem stóðu út yfir bakkana og mynduðu ris yfir lækinn. Þar gerðum við okkur sæti úr lurkum, þöktum grindina og þéttum með leir og gátum tendrað þarsmá bál. Þaðan höfðum við dýrðlegt útsýni yfir mýrina og lækinn. Dag einn seint um vor, lágum við þarna þegar sólin silaðist upp yfir trjátoppana. Allt 1 einu var eins og lækjarbotninn sendi okkur skilaboð, grænn froskur synti hægt upp úr kafinu. Hann hikaði með glottandi trýnið og útstæð augun rétt upp úr vatninu áður en hann skreið upp á trjábol í læknum. Þarna sat hann um stund, en svo var eins og hann hefði heyrt eitthvað óttalegt, því hann stökk út í loftið. Um leið og hann stökk, klauf gríðarstór gedda vatnið, greip froskinn á stökkinu og hafði sporðrennt honum áður en hún sjálf skall í vatnið aftur. Þetta var eitthvað það ótrúlegasta, sem við höfðum séð, og við gengum bókstaflega af göflunum. Við hoppuðum upp og niður og börðum hvor á annars bak, rétt eins og við hefðum skipulagt þetta og gert sjálfir. Svo hrataði Rick við og féll á handriðið. Það brast og hann kom með fæturna á undan niður í lækinn. Fallið var svo mikið, að hann gekk í botnleðjuna alveg upp undir hendur. Eg horfði á eftir honum og fór að hlæja. Rick hló mér til samlætis, þangað til hann reyndi að losa sig og fann að hann gat það ekki. Þetta var dálítið vik úr læknum inn undir bakkann. Við gátum ekki betur séð en þarna hefði verið pyttur, sem vatnið hefði flætt inn í í leysingum. Smám saman hafði framburður lækjarins og fallin lauf fyllt pyttinn með seigu, svörtu slýi. Rick braust um nokkra hríð og sagðist svo hafa fundið botninn; nú myndi hann ekki sökkva dýpra. En hann var kyrfilega fastur. Á því var enginn efi. Sogið hélt honum eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.