Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 107

Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 107
SPORREKJANDINN 105 röktum slóðir annars fólks. Við röktum slóðir dýra, bíla, snigla. Áður fyrr urðum við að takmarka fcrðalög okkar við það, scm við gátum örugglega munað af leið okkar. En þegar við höfðum lært að rekja slóð okkar, gátum við alltaf rakið hana til baka, og ár eftir ár lengdist sú vega- lengd, sem við gátum farið án þess að stofnaokkurí voða. Þegar við urðum 16 ára, var enginn sá staður til 1 Pine Barrens þar sem ég gat villst og týnst. Við vorum stöðugt lengur og lengur að heiman, eftir því sem foreldrar okkar vöndust því að við lægjum öllum lausum stundum 1 náttúruskoðun. Við ræktum skóla- gönguna að mestu leyti, nema hvað við mættum jafnaðarlega of seint og fórum of langt út af skólalóðinni. Við lærðum að rekja spor og laumast, við lærðum að lifa 1 óbyggðunum og af þeim lærðum við að lifa. Við þroskuðumst í skóginum og fundum að við vorum lifandi. Úlfur gamli Sem Læðist leiðbeindi okkur. SKÓLINN NEYDDI OKKUR til að veita stöðuga athygli, en Úlfur Sem Læðist kenndi okkur að veita athygli í skorpum — breyta sífellt frá smáatriðunum yfir til alls umhverfis- ins, frá slóðinni yfir í allt munstur skógarins. Því meira sem okkur lærðist að láta athyglina reika og hvílast við það sem hendi var nær, nógu þétt til að greina breytingar á munstrinu, því athugulli urðum við. En ég hafði eindregna tilhneygingu til að einbeita mér, að útiloka allt annað og beina allri minni athygli að slóðinni með hausinn undir mér eins og blóðhund- ur sem þefar af jörðinni. Eini sinni kom Úlfur Sem Læðist inn í skóginn og sagði: ,,Fylgdu”. Svo hélt hann niður eftir veginum og skildi eftir góða, skýra og augljósa slóð handa mér að fylgja. Hún var svo augljós að ég grannskoðaði hvert spor um leið og ég gekk, og leitaði að einhverju óvenjulega — ég vissi ekki hverju. Slóðin lá fyrir beygju og síðan upp stíg til vinstri. Ég fylgdi henni skref fyrir skref og skoðaði hana af mikilli athygli, og sporin urðu eitthvað skrýtin, þótt ég gerði mér ekki grein fyrir 1 hverju það fólst. Svo hurfu þau einfaldlega. Ég rétti úr mér og leit ofan eftir auðum stígnum. Mér fannst eitthvað vera fyrir aftan mig og leit um öxl, en Úlfur Sem Læðist skaust á hækjum sér fram fyrir mig og ég sá hann ekki. Hann gat komist alveg upp að manni og samt verið ósýnilegur. Loks rak hann upp hlátur. Ég trúði því ekki að hann væri þarna. „Hvernig fórstu að þessu?” spurði ég. Ég varð að bíða þangað til að hann hætti að hlæja. Svo gekk hann aftur á bak eftir slóðinni sinni — án þess að líta um öxl — og þegar hann kom niður á veginn, voru engin spor eftir hann önnur en þau sem lágu inn I skóginn. Hann hafði stigið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.