Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 48
46
tinngjannn Valeri Ljakofskí,\ kennari
við Tónlistarskólann íArkangelsk.
kóralsinfóníunni Klukkurnar eftir
Rachmaninov.
Áhuginn á klukknahringingarlist-
inni hefur jafnvel ekki dvínað enn
þann dag I dag, einkanlega I norðan-
verðum Evrópuhluta Rússneska
sambandslýðveldisins, þar sem hún
var hvað vinsælust í eina tíð.
Hinn frægi klukknahljómur hefur
verið endurlífgaður í Rostof (norður
af Moskvu), klukknahljóð má aftur
heyra óma frá hinum sögufrægu
turnum Vladimir og Suzdal. Og fyrir
þrem árum hóf safn tréskurðarlistar,
handiðnaðar og byggingarlistar í
Arkangelsk að bjóða gesti velkomna
með klukknahljóm. Klukkna-
hringingar urðu snar þáttur í öllum
hérðashátíðahöldum. Þjóðsöngva- og
þjóðddansaflokkar stefndu til
Arkangelsk frá fjarlegum og
ÚRVAL
nálægum þorpum. Söngvar norðurs-
ins hljóma meðal gamalla húsa,
vindmylla, hlaða og kirkna,
blandaðir ómi fornra klukkna, sem
eru 30 talsins í Arkangelsk.
Kennarar og nemendur
tónlistarskólans í Arkangelsk hringja
klukkunum. I sameiningu
rannsökuðu þeir vandlega og endur-
lífguðu þessa nálega gleymdu list.
Gamalt fólk hjálpaði mikið til með
því að segja sögur um siði, venjur og
helgisiði norðursins og rifja upp forna
söngva, sem varðveist höfðu með
fjölskyldunum kynslóð eftir kynslóð.
Þegar hátíð, sem kölluð er „Dögun á
norðurslóðum” er hátíðleg haldin
um miðsumar ár hvert, hljómar
klukknaómurinn yfir akra og skóga,
deyr út í fjarska og eflist síðan að nýju
og kallar fólk til hátíðahaldanna.
Hvert þorp og hvert hérað sendir sína
bestu söngvara, dansara og
tónlistarmenn til þess að koma fram á
þessum hátíðum. ★