Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 102
100
URVAL
í fylki sem frcegt er fyrir þéttbýli og iðnað, eru Pine
Barrens í New Jersey þverstœða. Þar eru 260.000 hektarar
af skógi og mýrlendi, svæði sem heita rná jafn ósnortið
nú og það var fyrir nokkrum öldum. Þetta ósnortna land
var bakgarður og skólastofa Toms Brown yngra. Hann
ólst upp undir handleiðslu gamals apache-indjána og
lærði að ferðast ósýnilegur um skóginn, rekja kanínuslóð
heim í bœlið hennar og finna í laufi, kvisti og skepnu
hinar mismunandi hliðar ,,andans sem býr í öllum
hlutum. ” Sérstœð ævintýri hans eru næstum þjóðsögu-
legs eðlis — því þau segja frá þjóðsögulegri, amerískri
hefð — sem öðlast nýtt lífá okkar dögum.
*****
*l
*
*
*
*****
YRSTA sporið er annar
endinn á streng. Við
hinn endann er vera á
ferð — dularfull vera, en
gefur upplýsingar um sig
á fárra skrefa festi. Leyndarmálið
leysist eins og slóðin sé vörðuð
brauðmolum og þegar hugur spor-
rekjandans hefur etið sig alla leið að
þeim, sem slóðin er eftir, er hið
dularfulla komið í hugann og orðið
órjúfandi hluti af honum.
Ég hef fylgt hverri slóð, sem ég hef
getað, í þau 20 ár sem liðin eru síðan
ég hóf nám undir handleiðslu gamals
sporrekjanda af kynþætti apache-
indjána. Hann hét Úlfur Sem Læðist.
Ég átti engra kosta völ. Hið dularfulla
hefur mig á valdi sínu og slóð er
nokkuð sem verður að rekja þar til
hún hefur skýrt frá leyndarmáli sínu.
Ég er alltaf í leit að slóðum. Ég var
heillaður af náttúrunni áður en Úlfur
Sem Læðist kenndi mér að rekja
slóðir, en náttúruskoðun mín
takmarkaðist við að sitja langtímum
þar sem ég vonaðist til að eitthvað
slæddist fram hjá. Úlfur Sem Læðist
veitti mér það sem til þarf til að rekja
„eitthvað” til uppruna síns.
Síðan hefur ekki liðið svo dagur að
ég fræddist ekki meira um náttúruna
og hvernig rekja skal slóðir. Þessi
frásögn er sagan af þeirri slóð, svo
langt sem ég er kominn eftir henni.
Hún hefst þegar ég var sjö ára.