Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 125
SPORREKJANDINN
123
Sem Læðist hafði kennt mér. Ég
teygði mig eftir spori og fann hve
langt Tommi hafði á milli þeirra; ég
renndi fingurgómunum yfir skáhalla
tálínuna og síðan aftur að hælfarinu.
Hann hafði beitt tánum rækilega af
þvl þetta var upp í móti; sporin voru
jafnvel dýpri en nauðsynlegt var til að
ég gæti fylgt þeim hratt og örugg-
lega.
Loks komst ég upp og fleygði mér
þar hjá góðum, varanlegum sporum,
og kastaði mæðinni. Ég lá skammt frá
moldargötu. Tommi hafði farið í
langan sveig að þessari götu og raunar
rambað á hana af tilviljun.
Ég reis upp, hélt að götunni og
gerði öruggt merki á móts við þar sem
slóðin lá upp á hana. Síðan hélt ég til
baka þangað sem ég hafði fundið
annan hvíldarstað Tomma, þar sem
hann hafði borðað nokkrar brauð-
sneiðar. Þar hafði hann skilið eftir
sig umbúðir, aukapeysuna og auka-
stígvélin og segulböndin — þeim
hafði hann raðað snyrtilega upp, eins
og hann ætlaði að vitja þeirra aftur,
þegar hann hefði komið sér fyrir. Ég
tók þessa hluti og tók þá með mér,
svo pabbi hans gæti staðfest að þetta
væri hans dót, sem hann og gerði.
Þegar ég kom aftur að slökkviliðs-
stöðinni, voru aðeins 40 manns enn
við leitina, og flestir þeirra voru farnir
heim til að hvíla sig fyrir næsta dag.
Þeir höfðu dvalið langan dag í
skóginum og ekkert fundið.
Skógurnn var svo þéttur að jafnvel
hundarnir urðu enskis vísari. Flestir
voru vissir um, að Tommi væri
króknaður.
Ég var rennblautur og forugur, og
handleggirnir á mér voru rispaðir.
Lögregluforinginn virti mig fyrir sér,
hátt og lágt. ,,Jæja, sporrekjandi,”
sagði hann svo. ,,Hvers varðst þú
vísari?”
Ég rakti peysuna hans Tommoa
utan af eigum hans: ,,Hér eru
leifarnar af nestinu hans. Hér er
aukapeysan hans. Hér eru segul-
böndin, sem hann tók með sér, og
hér eru aukastígvélin. Hann er á lífi.
Hann hefur látið fyrirberast í yfir-
gefnum hænsnahúsum og tilfallandi
skjóli og nærst á því, sem hann hafði
með sér.”
Það var dauðaþögn, sem dýptist
við hvern hlut, sem ég'lét á borðið.
Það var eins og hún stæði í eilífðar-
tíma. Lögregluforinginn hristi
höfuðið vantrúaður. Ef ég hefði
hugsað út í það þá, hefði ég líkast til
líka verið tortrygginn í þeirra sporum.
NÆSTA MORGUN HÚÐ-
RIGNDI, en um hádegið stytti upp.
Slóðin lofaði góðu, en ég hafði
áhyggjur vegna þess hve margir dagar
liðu frá því Tommi týndist þangað til
ég hóf leitina.
Slóðin lá um stund meðfram
götunni, og var fljótrrakin. Ég fann
tvo staði í viðbót þar sem hann hafði
hvílst, og rétt hjá mörg bæli þar sem
hann hafði kropið og falið sig, senni-
lega fyrir leitarmönnum. Það hlýtur
að hafa verið skelfilegt fyrir hann að