Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 125

Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 125
SPORREKJANDINN 123 Sem Læðist hafði kennt mér. Ég teygði mig eftir spori og fann hve langt Tommi hafði á milli þeirra; ég renndi fingurgómunum yfir skáhalla tálínuna og síðan aftur að hælfarinu. Hann hafði beitt tánum rækilega af þvl þetta var upp í móti; sporin voru jafnvel dýpri en nauðsynlegt var til að ég gæti fylgt þeim hratt og örugg- lega. Loks komst ég upp og fleygði mér þar hjá góðum, varanlegum sporum, og kastaði mæðinni. Ég lá skammt frá moldargötu. Tommi hafði farið í langan sveig að þessari götu og raunar rambað á hana af tilviljun. Ég reis upp, hélt að götunni og gerði öruggt merki á móts við þar sem slóðin lá upp á hana. Síðan hélt ég til baka þangað sem ég hafði fundið annan hvíldarstað Tomma, þar sem hann hafði borðað nokkrar brauð- sneiðar. Þar hafði hann skilið eftir sig umbúðir, aukapeysuna og auka- stígvélin og segulböndin — þeim hafði hann raðað snyrtilega upp, eins og hann ætlaði að vitja þeirra aftur, þegar hann hefði komið sér fyrir. Ég tók þessa hluti og tók þá með mér, svo pabbi hans gæti staðfest að þetta væri hans dót, sem hann og gerði. Þegar ég kom aftur að slökkviliðs- stöðinni, voru aðeins 40 manns enn við leitina, og flestir þeirra voru farnir heim til að hvíla sig fyrir næsta dag. Þeir höfðu dvalið langan dag í skóginum og ekkert fundið. Skógurnn var svo þéttur að jafnvel hundarnir urðu enskis vísari. Flestir voru vissir um, að Tommi væri króknaður. Ég var rennblautur og forugur, og handleggirnir á mér voru rispaðir. Lögregluforinginn virti mig fyrir sér, hátt og lágt. ,,Jæja, sporrekjandi,” sagði hann svo. ,,Hvers varðst þú vísari?” Ég rakti peysuna hans Tommoa utan af eigum hans: ,,Hér eru leifarnar af nestinu hans. Hér er aukapeysan hans. Hér eru segul- böndin, sem hann tók með sér, og hér eru aukastígvélin. Hann er á lífi. Hann hefur látið fyrirberast í yfir- gefnum hænsnahúsum og tilfallandi skjóli og nærst á því, sem hann hafði með sér.” Það var dauðaþögn, sem dýptist við hvern hlut, sem ég'lét á borðið. Það var eins og hún stæði í eilífðar- tíma. Lögregluforinginn hristi höfuðið vantrúaður. Ef ég hefði hugsað út í það þá, hefði ég líkast til líka verið tortrygginn í þeirra sporum. NÆSTA MORGUN HÚÐ- RIGNDI, en um hádegið stytti upp. Slóðin lofaði góðu, en ég hafði áhyggjur vegna þess hve margir dagar liðu frá því Tommi týndist þangað til ég hóf leitina. Slóðin lá um stund meðfram götunni, og var fljótrrakin. Ég fann tvo staði í viðbót þar sem hann hafði hvílst, og rétt hjá mörg bæli þar sem hann hafði kropið og falið sig, senni- lega fyrir leitarmönnum. Það hlýtur að hafa verið skelfilegt fyrir hann að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.