Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 127
SPORREKJA NDINN
125
skyrtan.varí henglum og handleggir
mínir og andlit voru eitt samfleytt
klórufleiður.
Svo fann ég spor hans aftur á
votlendi. Þau voru rétt að byrja að
fyllast af vatni. Hann var svo nærri,
að hann gat heyrt til mín. Ég sat á
mér að hrópa. Ég hentist yfir
votlendið og fann slóðina hinum
megin. En ég stundi þegar ég sá hvert
hún lá.
Þyrnitágaflókinn hefur náð yfir
minnst 50 metra haf, og hann hafði
skriðið á hnjánum beint inn í hann.
Ég vissi að hann gat ekki verið nema
rétt hinum megin við þetta þykkni og
ég kallaði á þyrluna og bað hana að
vera svo sem 100 metrum á undan
mér. Hún var komin eftir fáeinar
sekúndur. Ég heyrði í vasasendinum
að einn þeirra sem í henni voru
hrópaði að hann sæi Tomma —
sitjandi, og að því er virtist á lífi. Svo
gaf einhver fyrirmæli til lögreglulið-
anna á veginum að koma í gegnum
skóginn. Þeir komu frá öllum
hliðum, svo aðeins tágaflókinn var á
milli okkar.
Þyrlan sveimaði yfir Tomma og það
var kallað til hans 1 gegnum
gjallarhorn. Ég lét mér fátt um
finnast þangað til kallað var úr
þyrlunni: ,,Hann hleypur! Fjandinn
sjálfur, hann er aftur tekin til
fótanna.”
Það var aðeins einn staður, sem
hann gat flúið á, og það var aftur inn
í þykknið. En ef hann færi nokkurs
staðar annars staðar inn í það en
gegnum þá lægð, sem var beint fyrir
framan mig, var eins víst að við
fyndum hann aldreil
Ég stakk mér inn í það.
Dýraslóðirnar undir þyrnunum voru
allt of þröngar víðast hvar, og
appelsínugula endurskinsvestið, sem
mér hafði verið fengið til leitarinnar,
var allt í henglum þegar ég kom út
hinum megin. Flónelskyrtan mín var
í dræsum og ullarbolurinn, sem ég
var í undir, var rifinn frá hálsi niður í
mitti og blakti þegar ég hljóp. Ég var
allur blóðrisa.
Þegar ég kom út úr þykkninu sá ég
leitarflokkinn þjóta á eftir Tomma
hinum megin við opið svæði. Hann
hafði hætt að hlaupa og fallið til
jarðar um 20 metra frá þar sem ég
kom fram. Hann herpti sig saman og
beið bjargarlaus eftir því að
mennirnir gerðu þetta hræðilega,
sem ókunnugir menn gerðu þegar
þeir náðu þeim sem þeir leituðu að.
Leitarflokkurinn varð á undan til
hans. Þcir voru ánægðir mcð að finna
hann, en óttuðust að hann myndi
hlaupa frá þeim aftur. Þeir rykktu
honum á fætur og hann barðist á
móti. Hann leit til mín með sama
svip og héri, sem er í þann mund að
hefja sína síðustu örvæntingarfullu
lokabaráttu, því annars væri ekkert
framundan annað en dauðinn. Þegar
munnur hans opnaðist í ópi, fláði ég í
flýti bréfið utan af köku, sem ég var
með í vasanum og rak hana upp í
hann. Ötti hans hvarf eins og dögg
fyrir sólu.