Úrval - 01.02.1979, Page 127

Úrval - 01.02.1979, Page 127
SPORREKJA NDINN 125 skyrtan.varí henglum og handleggir mínir og andlit voru eitt samfleytt klórufleiður. Svo fann ég spor hans aftur á votlendi. Þau voru rétt að byrja að fyllast af vatni. Hann var svo nærri, að hann gat heyrt til mín. Ég sat á mér að hrópa. Ég hentist yfir votlendið og fann slóðina hinum megin. En ég stundi þegar ég sá hvert hún lá. Þyrnitágaflókinn hefur náð yfir minnst 50 metra haf, og hann hafði skriðið á hnjánum beint inn í hann. Ég vissi að hann gat ekki verið nema rétt hinum megin við þetta þykkni og ég kallaði á þyrluna og bað hana að vera svo sem 100 metrum á undan mér. Hún var komin eftir fáeinar sekúndur. Ég heyrði í vasasendinum að einn þeirra sem í henni voru hrópaði að hann sæi Tomma — sitjandi, og að því er virtist á lífi. Svo gaf einhver fyrirmæli til lögreglulið- anna á veginum að koma í gegnum skóginn. Þeir komu frá öllum hliðum, svo aðeins tágaflókinn var á milli okkar. Þyrlan sveimaði yfir Tomma og það var kallað til hans 1 gegnum gjallarhorn. Ég lét mér fátt um finnast þangað til kallað var úr þyrlunni: ,,Hann hleypur! Fjandinn sjálfur, hann er aftur tekin til fótanna.” Það var aðeins einn staður, sem hann gat flúið á, og það var aftur inn í þykknið. En ef hann færi nokkurs staðar annars staðar inn í það en gegnum þá lægð, sem var beint fyrir framan mig, var eins víst að við fyndum hann aldreil Ég stakk mér inn í það. Dýraslóðirnar undir þyrnunum voru allt of þröngar víðast hvar, og appelsínugula endurskinsvestið, sem mér hafði verið fengið til leitarinnar, var allt í henglum þegar ég kom út hinum megin. Flónelskyrtan mín var í dræsum og ullarbolurinn, sem ég var í undir, var rifinn frá hálsi niður í mitti og blakti þegar ég hljóp. Ég var allur blóðrisa. Þegar ég kom út úr þykkninu sá ég leitarflokkinn þjóta á eftir Tomma hinum megin við opið svæði. Hann hafði hætt að hlaupa og fallið til jarðar um 20 metra frá þar sem ég kom fram. Hann herpti sig saman og beið bjargarlaus eftir því að mennirnir gerðu þetta hræðilega, sem ókunnugir menn gerðu þegar þeir náðu þeim sem þeir leituðu að. Leitarflokkurinn varð á undan til hans. Þcir voru ánægðir mcð að finna hann, en óttuðust að hann myndi hlaupa frá þeim aftur. Þeir rykktu honum á fætur og hann barðist á móti. Hann leit til mín með sama svip og héri, sem er í þann mund að hefja sína síðustu örvæntingarfullu lokabaráttu, því annars væri ekkert framundan annað en dauðinn. Þegar munnur hans opnaðist í ópi, fláði ég í flýti bréfið utan af köku, sem ég var með í vasanum og rak hana upp í hann. Ötti hans hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.