Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
Mótsögnin var augljós í fullvaxinni
sporastærðinni og trítlandi göngu-
laginu. Slóðin iá í níutíu gráðu horn á
veginn og fram hjá láginni sem var öll
sundurspörkuð eftir leitarmennina.
Slóðin lá inn í þykkan skóg bak við
húsið, en þangað hafði Tommi oft
farið með pabba sínum.
Þetta var erfið slóð frá upphafi til
enda. Trén stóðu þétt og runnarnir
milli þeirra voru jafnvel enn verri.
Þymitágar voru samantvinnaðar
innan um rækilega flækta runna, og
gerðu allan lágróðurinn að mittishárri
mottu. Ef ég hefði rekist á dádýraslóð
hefði ég getað skriðið hana á fjórum
fótum eða gengið mjög hokinn, og
þannig komist fljótt og auðveldlega
gegnum skóginn. En ég varð að fylgja
slóð Tomma, og spor hans var
erfiðara að setja saman í slóð heldur
en nokkur önnur spor sem ég hafði
séð.
Eg þurfti á einhverju rökrænu að
halda til að geta raðað henni saman.
En rökvísi Tomma var sambland af
rökvísi og duttlungum og erfitt að fá
kerfi út úr henni. Að einu leyti hafði
ég þó heppnina með mér: jörðin var
mjúk og blaut, en nógu þétt í sér til
að mynda góð spor og varðveita þau
vel þrátt fyrir úrkomuna. Klukkan var
átta að kvöldi, þegar ég hóf að rekja
sporin, og það var nærri orðið
koldimmt, þegar ég komst 1 gegnum
skógarbeltið.
Hinum megin skógarbeltisins var
yfirgefið hænsnahús, og þegar ég
skoðaði þar inn, fann ég merki þess í
gömlum rudda að Tommi hafði látið
þar fyrir berast. Ég taldi að hann
hefði komið þangað um fjögurleytið
á sunnudag og sofið þar í nokkrar
klukkustundir.
Eg hélt út aftur og leitaði að nýrri
sporum, sem ég fann auðveldlega. Sú
slóð lá til suðurs, burtu frá
hænsnahúsinu. Það mátti heita orðið
koldimmt, og ég var farinn að hafa
áhyggjur. Landið hallaði frá
hænsnakofanum niður í meira vot-
lendi, næstum mýri. Ef héldi áfram
að rigna yrði jörðin of blaut til að
varðveita nokkur spor, og ef ég ætlaði
að finna slóðina á ný næsta dag yrði
ég að fara að hringsóla um þennan
stað á jöðrunum, þar sem jörðin var
þéttari. Það gæti tekið allt upp í
hálfan annan dag. Ef ég hins vegar
gæti horfið aftur að einu spori á
þurrlendi, sem regnið myndi ekki
eyðileggja strax, væri mér borgið.
Ég fikraði mig áfram, niður undir
lækinn í miðri mýrinni. Það var orðið
svo dimmt að ég varð að vera með
nefið svo að segja niðri í jörðinni. Ég
hafði oft skriðið á fjórum fótum um
skógana. Það er oft einfaldlega
auðveldasta aðferðin til að komast
leiðar sinnar. Dýrin gera sér göng 1
lággróðurinn. Það sparar mikla fyrir-
höfn að nota slóðir þeirra í þéttum
gróðri, en þá er óhjákvæmilegt að
skríða. Það kemst fljótt 1 vana.
Það sáust ekki lengur handaskil,
þegar ég fylgdi slóðinni upp á
hæðardrag — ég þreifaði sporin út
með fingurgómunum eins og Úlfur