Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 81
FJÖLGAÐU ÆVIÁRUNUM
79
Hvernig er áhættualdurinn
fundinn út?
Heilsu-áhættumatið er grundvallað á tölulegum úrvinnslum
gagna sem læknarnir Lewis C. Robbins og Jack H. Hall í
Indianapolis hafa safnað og unnið úrí tvo áratugi.
Af þessari löngu rannsókn hafa þeir flokkað mikilvægi allra
þátta, sem áhrif hafa á heilsu manna og langlífí. Til dæmis sýna
skýrslur, að sá sem mælist með kólesterómagn upp á 240 í
blóðinu, er þrisvar sinnum líklegri til að fá hjartaáfall heldur en sá
sem hefur innan við 200, og að þeim sem er með systólískan blóð-
þrýsting upp á 160 er fjórum sinnum hættara en þeim sem er
undir 120.
Úr dauðsfallaskýrslum unnu læknarnir hlutfallslíkur dánartölu
fyrir hvert aldursár. Af hverjum 100 þúsund fertugum mönnum,
svo dæmi séu nefnd, munu 5560 deyja á næstu tíu árum allt í allt.
Með öðrum orðum. líkurnar til þess að fertugur maður látist
innan tíu ára eru 5,56%. Og af öðrum rannsóknum öfluðu þeir
skýrslna sem gefa upplýsingar um hvernig aðrir þættir verka á lífs-
líkurnar, svo sem þyngd, blóðþrýstingur, kólesteról, reykingar og
svo framvegis.
Á tölum úr þessum upplýsingum gátu þeir nú gert tölvu-
forskrift um lífslíkur einstaklingssins, sem ekki aðeins byggjast á
aldri hans heldur og þeim áhættuþáttum, sem verka á hann í
samræmi við lífshætti hans. Hugum okkur til dæmis fertugan
mann, sem er með hátt kólesterólhlutfall, of þungur, átti foreldri
sem dó ungt úr hjartabilun og fleira, sem vitað er að flýtir fyrir
dauða. Fyrst myndu læknar reikna út áhættu hans og bera hana
síðan saman við meðaláhættu þessa aldurs. Hugsum okkur líka að
þeir útreikningar sýni 14,3% líkur á dauða á næstu tíu árum.
Töflurnar sýna, að þetta er áhættuflokkur þeirra sem standa á
fimmtugu. Þannig hefur sá fertugi, með ýmsum samverkandi
ástæðum, orðið fimmtugur hvað lífslíkur snertir. Vitaskuld kemur
einnig fram hvernig hann getur tekið sig á og bætt lífslíkur sínar.