Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 72

Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 72
70 ÚRVAL tígulegum fílabeinspálmarunnum á víð og dreif og þakta fíngerðu, silfur- fölu grasi svo langt sem auga eygði. Áður en ég hafði ekið tíu kílómetra fékk ég einkennilega svimatilfinn- ingu; það var eins og sléttan byigjaðist líkt og sjór. Svo rann það upp fyrir mér að framundan okkur var ótrúlegur fjöldi sebradýra á flótta undan okkur, svo langt sem augað eygði fram á við og til beggja hliða. Skraufþurr jörðina tók brátt að rjúka undan þessum þúsundum hófa á æðisgengnum flótta, svo rykkófið lagðist allt umhverfis okkur og skyggði á sólina. Ekki leið á löngu þar til við vorum komin inn í miðja hjörðina og gátum virt fyrir okkur þessa fögru, þeysandi líkami, höfuðin, sem hófust og hnigu hátt- bundið á hlaupunum, stinna makkana og sperrt eyrun. Svo komumst við í gegnum hjörðina og þau sem fremst fóru snarbeygðu frá okkur og stönsuðu stífum fótum. Við sáum dýrin stara stórum undrunaraugum á eftir okkur. Þegar við fjarlægðumst, rann hópurinn smám saman saman við silfurgrátt sléttugrasið að baki okkar aftur. Þetta kvöld komum við að fyrsta uppþornaða saltvatninu. Til að sjá sýndist þetta vera sléttur og mjúkur botn, upplagður til að þeysast yfir með eldsneytisgjöfina í botni. En geitaspor vöruðu okkur við hættunni. Dýrin höfðu brotið undan sér harða skorpuna í hverju spori, svo skein í gulan grautinn undir. Þegar ég gekk út á tjarnarbotninn brast skánin líka undan mér og leðjan undir klesstist við stígvélin mín eins og karamellu- massi. Til þess að komast yfir tjarnir af þessu tagi var ekki um annað að ræða en fikra sig á Landróvernum eftir grasivöxnum geirunum, sem lágu yfir tjarnirnar eins og eiði eða brýr. Það var þréytandi og erfitt að aka þannig tíu kílómetra og komast þá að því að þessi grasgeiri endaði úti í miðri tjörn, svo ekki var um annað að ræða en snúa við og reyna annan geira. Okkur létti heldur en ekki, þegar við greindum gegnum móskuna fram undan hvar landið hækkaði á ný og nokkur tré uxu. Við bjuggumst til nætur undir baobabtré skammt frá uppsprettu. Eg vaknaði um nóttina við það að Danielle var að taka saman svefnpokann sinn, en við höfðum legið hlið við hlið hjá eldinum. ,,Hvert ertu að fara?” ,,Eg ætla að sofa í Landróvernum. Þú hrýtur svo svakalega. ’ ’ Ég hrýt ekki. Ég hef aldrei hrotið. En ég lét þetta gott heita. En rétt sem ég var að sofna aftur, heyrði ég í ljónunum. Þau voru einhvers staðar langt, langt í burtu, á sléttunni sem við höfðum að baki, og öskrin voru aðeins lágt murr í myrkri og hljóðri nóttinni. Þegar ég vaknaði næst var það svo snöggt að ég vissi ekki fyrr til en ég stóð með svefnpokann um mittið. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.