Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 85
þrekmikill, grannur og bláeygður,
með snjóhvítt hár og snyrtilegt
yfirskegg. Það var ekki auðvelt að
telja honum hughvarf, þegar hann
hafði tekið ákvörðun. ,,Við höldum
okkur frá hraðbrautunum og notum
sveitavegina,” sagði hann. ,,Þá
þurfum við ekki að aka eins hratt og
sjáum meira.”
Nú voru þau á ferð í fjallsrótum
Háfjalia í Kaliforníu. Larry vék út í
kantinn, nam staðar og tók fram
vegakortið. ,,Við förum þessa leið,”
sagði hann við konu sína, og benti á
mjóa, bláa línu sem hlykkjaðist yfir
fjöllin og niður í hinn frjósama San
Joaquindal.
Leiðin, sem hann hafði valið, lá
meðfram Kerná, en síðan upp eftir
bröttum hlíðunum vestur á bóginn
yfir 2000 metra hátt skarð, en síðan
niður t dalinn. Um hádegi voru þó
áhyggjur farnar að læðast að Larry.
Það hafði dimmt í lofti og farið að
snjóa, og það var óvíða hægt að snúa
við jafn iöngum bíl og húsbílnum
þeirra á þessum mjóu vegum. Hann
leit á kortið. ,,Næsta borg á að vera
rétt fram undana,” sagði hann. ,,Við
skulum bíða af okkur veðrið þar.
En Larry Shannon vissi ekki, að
hann var á rangri leið. Vegamerk-
ingarnar voru í felum undir snjónum,
og óafvitandi hafði hann lent af réttri