Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
Um morguninn, þegar cg reis úr
hvílu, fann ég slóð mína sem lá á
æðisgengnum hlaupum burtu frá
búðum mínum, en síðan til baka sem
rósemin upp uppmáluð, en enga aðra
slóð var að finna. Ég fann engar
brotnar greinar eða brostna kvisti, og
engin merki í runnunum um að þar
hefði neitt stórvaxið verið á ferð.
Ég sneri aftur til búða minna og
hugsaði um þetta allan daginn. Ég
hafði orði var við eitthvað. En ekkert
hafði verið þar. Ef þetta hefði verið
Úlfur Sem Læðist hlaut að vera
einhver slóð, eitthvað sem benti til
þess að hann hefði komið til að vita
hvað mér liði. En það voru engin
vegsummerki finnanleg, og engin
spor nema eftir mig. Ég komst að
þeirri niðurstöðu að það sem ég hefði
séð hefði verið minn eigin ótti, sem
hefði látið undan síga og flúið að
fullu og öllu.
Ötti minn var horfinn. Það sem
eftir var dvalarinnar var auðvelt.
Ekkert hreyfðist á nóttunni. Ég svaf
við mín venjulegu viðbrögð, viss um
að þau myndu aldrei bregðast mér ef
ég reyndi ekki að breyta þeim.
Þegar áttundi dagurinn rann upp,
hefði ég auðveldlega getað verið um
kyrrt aðra sjö, eða sjötíu. Mér líkaði
einveran svo vel að mig langaði ekkert
að snúa til baka. Á áttunda degi tók
ég hnífinn minn og tók eins vel til og
ég gat, en hélt síðan að furutrénu þar
sem Úlfur Sem Læðist beið eftir mér
og Rick.
STUNDUM ÞEGAR VIÐ vorum
að laumast að dýmm, heyrðu þau
okkur koma eða fundu af okkur
lyktina, en ég held ekki að nokkurt
dýr hafi séð okkur nálgast nema
dádýrin. Dádýrin voru alltaf erfið.
Þau sjá mjög vel og hafa jafnvel enn
betra lyktarskyn, en best var þó heyrn
þeirra. Og þau voru Óhugnanlega
næm á hvað fram fór umhverfis þau í
skóginum. Þau voru svo sannarlega
raunhæft próf fyrir rándýr.
Þau voru líka mitt próf, og ég hélt
til að veiða dádýrið mitt með hnífinn
einan að vopni. Ég hafði elt það
lengi, látið skóginn samhæfa svo
gerðir okkar að lokafundurinn var
óumflýjanlegur.
Ég settist upp 1 tré og batt hnífinn
minn við stuttan greinarbút með
viltum þyrnitágum. Við Rick vomm
vanir að brjóta af þeim þyrnina og
nota þær fyrir bönd. Rétt notaðar
vom þærsterkari en leður.
Greinin hófst og hné mjúklega
undir mér, og bláskjór í næsta tré gall
við með viðvörunartón, með þvílík-
um forgangi að hver skepna sem
hefði haft áhuga hefði fundið mig
undir eins og haldið sig í burtu. Ég
hlustaði á þennan forgang og fylltist
gremju eins og hvert annað rándýr í
sömu kringumstæðum. Ef skjórinn
ætlaði að vera við allan daginn án
þess að venjast mér, gæti ég þurft að
finna mér annað tré lengra upp með
dádýraslóðinni.
Mig langaði ekki sérlega að vera
upp í tré, en ég taldi það nauðsynlegt