Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
Tiltölulega nýr vímugjafi, PCP, er ódýr og auðfenginn
— og um leib einhver allra hættulegasti vímugjafinn,
sem fram hefur komið.
„ENGLARYK”
— MORÐINGINN
ÖÚTREIKNANLEGI
— Florcncc Isaac —
25 ára háskólanemi í
Baltimore hélt að hann
hefði séð eitthvað of
skelfilegt til að afbera
það, og stakk úr sér
augun. Á eftir gat hann ekki munað
hvað hann hélt að hann hefði séð.
15 ára unglingur í Kaliforníu
leitaði til heilsugæslustöðvar af því að
hann sá skeifilegar sýnir. Þegar hann
kom heim, tveim dögum síðar,
kastaði hann rafmagnssnúru yfir
skammbita 1 bílskúrnum og hengdi
sig.
26 ára atvinnuleysingi í New York
stakk móður sína til bana, þar sem
þau voru að ræða saman í eldhúsinu
hjá henni, og skrifaði svo á vegginn:
,,Ég elska hana og ég ætlaði ekki að
drepa hana.” Hann man ekkert um
þennan skelfilega atburð.
Allir þessir þrír aðilar voru undir
áhrifum skelfilegs vímugjafa,
phencyclidine hydrocloride, sem
einnig er kallaður PCP, englaryk, eld-
flaugaeldsneyti, súpernagli, friðar-
arfi, svín — og fjölmörgum öðrum
götunöfnum. Það er hægt að borða
PCP, sprauta því í sig, taka það í
nefið eða reykja það Væg áhrif af því
framkalla skynvillu, eða „víðáttu”.
Þegar verst gegnir framkallar það
æðislegar ofskynjanir, geðklofning,
ofbeldi, krampa, dá eða dauða.
Þeir sem vinna að málefnum fíkni-
efna- og vímugjafasjúklinga segja, að