Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 110
108
hreint ekki skemmt þegar við
komum með sýnishornin lifandi og
lctum þau skríða um stóru litmynd-
irnar þangað til við fundum
hliðstæður þeirra á myndunum. Ég
held að konan hafi lifað í stöðugum
ðtta um að við myndum koma með
eitthvað eitrað eða smitandi.
Við vorum alltaf að taka sýnishorn.
Ég var með rannsóknartækin mín
með mér hvar sem ég fór: Þriggja
þumlunga stækkunarglcr, tilrauna-
glas undur sýnishornin, litla töng og
hnífinn minn. Við tókum sýnishorn
eins og við værum könnuðir frá
Venusi á jörðunni. Allt greip athygli
okkar. I hvert sinn sem við gengum
milli heimila okkar og búðanna
fundum við eitthvað nýtt.
Þegar Ulfur Sem Læðist kom 1
gönguferð með okkur cða útilegu
voru það meiri háttar hátíðir. Ef hann
sagði: ,,Ég ætlað í útilegu með ykkur
á föstudaginn” vorum við alla vikuna
í búðunum að hreinsa til hvaðeina
sem gæti með besta vilja litið út sem
rusl. Úlfur Sem Læðist lagði stöðuga
áherslu á mikilvægi þess að lifa á
landinu án þess að spilla því.
Sá dvalarstaður, sem Úlfur Sem
Læðist heimsótti oftast hét Kofí Góða
Lyfsins. Hann skilgreindi aldrei hvaða
,,góða lyfið” væri, nema hvað það
þýddi augljóslega eitthvað athyglis-
vert og bætandi. En af því hvað hann
taldi góð lyf og sagði um þau, held ég
að gott lyf sé hver sú llfsreynsla, sem
er svo minnisverð, að hún hljðti að
ÚRVAL
vera gjöf frá ,,andanum sem býr í
öllum hlutum.’’
Það var örn, sem sýndi okkur
þennan stað. Rétt bak við hann var
fura, sem hafði orðið fyrir eldingu og
termítar höfðu unnið á henni þangað
til aðeins hálfur bolurinn og ein grein
voru eftir. Tréð var í sjálfu sér nægileg
gott lyf, því það stóð sem tákn þess
sem hefur orðið fyrir áfalli en ekki
bugast. Ég varð hrifinn af þessu tré
strax við fyrstu sýn. Það var klofíð og
nagað, og það var aðeins
helmingurinn eftir, en það sem eftir
var stóð beint upp eins og ögrun.
Við sátum undir þessu tré og
vorum að velta því fyrir okkur hvar
við ættum að reisa kofann, sem við
vorum að hugsa um, þegar við
heyrðum mikinn vængjaslátt. Við
litum upp, og þarna á einu greininni
sem tréð hafði af að státa, sat örn og
bar í sólina. Við störðum opin-
mynntir á hann. Mér hálffannst að
hann myndi grípa sólina í klærnar og
hafa hana með sér, þegar hann flygi
burtu. Þegar hann fór, var það
fluglist hans, sem hélt okkur
föngnum. Þaðan í frá vorum við ekki
í vafa um hvar kofinn ætti að
standa.
Við reistum hann með mestu natni
en fábrotnum verkfærum. Við vorum
með gamla sög, sem var of bitlaus til
að aðrir gætu notað hana, og sleggju.
Pabbi kenndi okkur að nóta saman
bjálkaenda, og við gerðum veggina úr
sedrusviðarbjálkum, nótuðum saman
á öllum endum. Þakið hallaði aftur af