Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 70
68 ÚRVAL
Það er fásinna að fara einbíla yfir slóðalausar auðnir, en
sögurnar um borgarrústirnar voru ómótstæðilegar.
I LEIT
AÐ TÝNDRI BORG
— Wilbur Smith —
*****
*
*
*
*
*
G VEIT ENN ekki
almennilega af hverju
við fórum. Kannski var
það bara sjálfselska. Þeg-
ar öllu var á botninn
**-***
hvolft hafði ég þó skrifað skáldsögu
um borgina týndu, Kalahari. Þar við
bætist að ég hef allt frá bernsku í
Miðafríku verið mjög heillaður af
rústunum, sem hvarvetna má fínna á
gullauðugum slóðum Botsúana,
Ródesíu og Mósambik.
Skáldsagnahöfundurinn Wilbur Smith býr í
Suðurafríku, þar sem hann hefur gcfíð út
hverja metsölubókina á fætur annarri síðast-
liðin fjórtán ár. Ein af þeim, The Sunbird
(Sólarfuglinn), sem út kom 1972, var einmitt
um horfíð menningarsamfélag.
Það kann að hafa verið af
ævintýramennsku og lönguninni til
að kanna hið óþekkta, draumurinn
um að finna eitthvað nýtt. En líklega
var aðalástæðan sú, að við Danielle
konan mín og ég erum eins órjúfandi
hluti af Afríku og þessir eldgömlu
steinveggir.
Ævintýrið okkar hófst þegar vinur
sagði okkur að flugmaður, sem villst
hefði af leið, hefði flækst inn yfir
miðja Kalahari auðnina, og þá komið
auga á borgarrústir. Við leigðum
okkur flugvél og fundum þær í
tveimur klettahæðum, sem stóðu yfír
uppþornuðu saltvatni. Á hvorri hæð
voru jötunvaxin baobabtré. I
skuggum þeirra sáum við greinilega