Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 87

Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 87
,,ÉG FER EKKI FRÁ ÞÉR, EMMA ” 85 þegar hún varð allt í einu máttlaus. Hann hélt að þetta væri eitt af þessum venjulegu yfirliðum hennar, en þegar hann laut yfir hana, varð hann sjálfur gripinn svima og ógleði. Þau voru komin svo hátt yfir sjávar- mál, að „hæðarveikin” herjaði á þau. Honum rétt tókst að skreiðast í rúmið áður en hann féll sjálfur í öngvit. Þegar hann raknaði við, var orðið dimmt. Hann kveikti ljósið óstyrkum höndum og fann Emmu á gólfinu. Hún dró andann með erfiðismunum. Hann var of veik- burða til þess að lyfta henni upp í, svo hann setti kodda undir höfuðið á henni, breyddi yfír hana teppi og lét svo fallast í rúmið aftur. Um þrjúleytið um nóttina vaknaði Larry við ofsafengið spangól og ýlfur í Andy. Hann fór til Emmu. Hún andaði ekki. Hann tók um hönd hennar. Hún var köld, æðasláttur enginn. Emma var dáin. Hann lokaði augum hennar eins og í leiðslu, síðan kraup hann og baðst fyrir. Þegar þeir finna okkur næsta vor, hugsaði hann, finna þeir mig líklega við hlið hennar. Nú jœja, við fylgdumst að í lífinu — nú Ijúkum við þvísaman. Þegar morgnaði, lifnaði lífsvilji Larrys þó á ný og hann tók þá bjarg- föstu ákvörðun að annast Emmu sína allt til grafarinnar. Hann óttaðist að skepnur kæmust í hana ef hann léti hana út fyrir, svo hann lagði hana til þar sem kaldast var á gólfinu, breiddi yflr hana teppi og kápu, og slökkti svo á gasofninum. Emma, sagðt hann. Eg fer ekki frá þér. Svo hófst hann handa um að skipuleggja hvernig hann fengi þraukað. ÞEGAR SHA NNONHJÓNIN SKILUÐU sér ekki um helgina, varð Patti áhyggjufull. Vonskuveður víðast um Kaliforníu hafði valdið tals- verðum skriðuföllum. Gat húsbíllinn hafa grafist undir skriðu? Lögreglan fullvissaði hana um, að allar sknður hefðu verið gaumgœfilega kannaðar. Enginn grænn og hvítur húsbíll með númeraþlötum frá Michigan hefði sést. Hún hafði samband við þjóðvega- eftirlitið, en var sagt að ekkert væri hægt að gera, nema hafa einhverja hugmynd um hvar ætti að leita. ,,Ef 'um hundrað og þrjár leiðir er að velja, ’ ’ sagði Patti, ,, velur pabbi þá hundrað ogfjórðu. ” SNJÖRINN HLÖÐST NIÐUR kringum Larry, þangað til fönnin var orðin næstum tveir metrar á dýpt. Oft á dag ýtti hann dyrunum upp til þess að koma í veg fyrir að þær lokuðust af snjónum og mokaði snjónum frá með pönnunni. Hann merkti við dagana á dagatali, hélt nákvæma skyrslu um hitastigið bæði úti og inni og skrifaði hugrenningar sínar í stílabók. Inni í bílnum fór hitinn niður í fjögur stig á næturnar. Hann fór í tvenn ullarnærföt, tvær peysur og tvenna sokka til að halda á sér hita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.