Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 9
ÚT ÚR ÖRVÆNTINGUNNl
1
,Já,” hvíslaði ég. ,,Döpur cinn
daginn, og dansa nakin um göturnar
þann næsta. Ég hef ekki gert mikið af
því nýlega.”
„Fullt af fólki heldur það,” sagði
hann. Bros hans var fallegt. ,,I raun
og veru eru sjúklingarnir ekki eins og
jó-jó. Æði getur staðið vikum saman,
þunglyndi í mánuði, stundum
ævilangt. En orsök þessa er að finna t
efnaskipting heilans, sem getur
breytt skapinu.”
,,Mér þykir það leitt,” sagði ég í
bænarróm. , ,Ég veit að þú vilt hjálpa,
en þetta er mitt líf. Hversvegna má ég
ekki ráða endalokum þess?”
,,Ef þú værir eins ánægð og þú
varst vön að vera, myndirðu þá ennþá
vilja deyja?” spurði hann. ,,Það er
óafturkallanleg ákvörðun, það
veistu.” Ég sneri mér frá honum.
Ekki einu sinni geðlæknir gat skilið . .
,,Ekki treysta mér strax?” Rödd
hans var hlý ekki vanlætingarfull
„Hlustaðu bara og gefðu mér
tækifæri.” Ég yppti öxlum. Best að
leyfa honum að skemmta sér.
„Við vitum að viss efni í heilanum,
eða skcrtur á þeim, geta valdið
skapbrigðum, truflað eðlilega matar-
lyst, svefn, hegðun og tilflnningalíf.
Hvað veldur örvæntingu? Stundum
skilnaður eða uppsögn úr starfi. En
oft virðist það koma af engu, af engri
ástæðu. Og vegna þess að það veldur
slíkri þjáningu og ótta, höfum við
unnið að lyfjagerð sem færir starf-
seminaí lag aftur.
Viltu reyna lyfjameðferð hjá mér,
Mackey Brown? Lyfin þurfa tlma til
að vinna og þú átt eftir að efast jafn
oft og þú trúir mér, áður en þú verður
heil. Ertu með?”
Hverju hafði ég að tapa? Bara
tíma, meðan gæti ég fundið öruggari
aðferð til að drepa mig. Ég kinkaði
kolli til samþykkis.
Þeir héldu mér á sjúkrahúsinu, því
þeir vissu að margir reyna að fremja
sjálfsmorð aftur, ef þeim mistekst. Ég
tók lyfin þegar mér voru fengin þau á
fjögurra tíma fresti. Þrátt fyrir
efasemdir mína, fór örvænting mín
dvínandi eftir því sem vikurnar liðu.
Já, einkanlega þegar ég sá Mark og
Walter í fyrsta sinn eftir atburðinn.
En þetta voru líka framfarir.
Skyndiiega, dag nokkurn varð ég
svöng. Það var kannski ekki til að gera
veður út af. En eftir að hafa
mánuðum saman neytt mat ofan í sig
og hafa ekkert munnvatn til að renna
honum niður með, var þetta sigur,
vel þess virði að berja bumbur yfir. Ég
sá fuglana tína saman strá til hreiður-
gerðar, sá glóð kvöldsólarinnar
gegnum gluggagrindurnar, fór að
lesa bækurnar sem Dr. F. hafði fært
mér um þunglyndi.
Hann flýtti sér aldrei í
heimsóknunum. Hann talaði um
hvernig mér liði, og rökræddi unr
það sem ég las. Bækurnar Frá sorg til
gleði (From Sad to Glad) eftir Nathan
Kline og Geðbrigði (Moodswing)
eftir Ronald Fieve, sálfræðing í New
York, hjálpuðu mér mest.