Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
^Úr tieimi læknavísiijdanqa
FÆÐANDI KONUR: STANDIÐ I
FÆTURNA!
Konur, sem standa uppréttar á
fyrsta stigi fæðingarinnar verða fyrir
minni ðþægindum og fæða fljótar
heldur en þær sem liggja í rúmi.
Þetta er niðurstaða rannsóknar og
tilrauna, sem gerðar voru í 11
fæðingarstofnunum í sjö löndum, að
undirlagi The Latin American Center
of Perinatology and Human Develop-
ment í Montevideo í Úrúgvæ.
Alls náði rannsóknin til 324
kvenna, og leiddi 1 ljós að fyrsta stig
fæðingarinnar — víkkunartímabilið,
þangað til leghálsinn er fullopinn —
tók að meðaltali 135 mínútur hjá
þeim, sem vom á rjátli meðan á þessu
stóð, en 180 mínútur hjá þeim, sem
lágu út af. Hjá þeim konum, sem
voru að fæða í fyrsta sinn var
meðaltími fyrsta stigs 147 mínútur á
móti 225 mínúturm hjá þeim, sem
lágu.
Aðeins ein kona af þeim 181, sem
stóðu í fæturna á fyrsta stigi fæðingar-
innar, þurfti á tangarhjálp að halda,
en ellefu afþeim 143, sem lágu.
ÞAÐ ER FÉLAGSLEG HEGÐUN AÐ
MATAST
Venjulega er svengd ekki megin-
ástæðan til þess að við borðum, segir
Gilbert A. Leveille, læknir, stjórnar-
formaður fæði- og næringardeildar
Bandaríska rannsóknarráðsins
(Vísindaakademíunnar).
I vestrænu samfélagi er meginhvati
máltíðarinnar fólgin í lokkandi útliti
og bragði matarins, og félagslegu
umhverfi yfirleitt, segir Leveille
læknir. Hádegismaturinn er orðinn
hluti af starfslegri hegðun, en kvöld-
maturinn er symból fjölskyldunnar.
Morgunmatinn verðum við iðulega
að borða í einrúmi, án þess að deila
honum með öðrum, og það er að
líkindum ein af ástæðunum til þess,
hve gjarnan honum er sleppt.
Richard Gladstone, aðstoðar-
prófessor í kllnískri sálarfræði við
læknaskólann í Harvard tekur í
svipaðan streng: Það sem mestu má.li
skiptir í sambandi við matarvenjur
okkar er af félagslegum toga spunnið.
Það er fullkomlega eðlilegt að borða
af öðrum hvötum heldur en hungri.
Það er mjög mikilvægt að deila mat
með öðrum. Skortur á félagsskap er
menn matast er veigamikil ástæða til
þess, að þeir sem eru einir láta undir
höfuð leggjast að borða. Það er mjög
algengt að uppgötva, að þeir, sem
misst hafa sína nánustu missa alla
löngun til að borða. Erfðavenjurnar
eru mjög mikilvægar til þess að regla
verði á matarlystinni.
Líklega geta flestir fundið hjá
sjálfum sér, hve oft þeir hafa tekið