Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
brjósta- og legkrabba. Loks eru reitir
fyrir kólesterólið í blóðinu og blóð-
þrýstinginn.
Þessu næst eru svörin skilgreind.
Það gerir annað hvort læknirinn
sjálfur eða samstarfshópur sem hefur
aðgang að tölvu.
Nú getur læknirinn veitt þér
nákvæmar og stundum hrollvekjandi
upplýsingar. ,,Að árafjölda til ertu 49
ára,” segir hann og skírskotar til
þriggja síðna úrvinnsluskýrsiunnar,
sem hann hefur fyrir framan sig.
,,En því miður eru lifnaðarhættir
þínir þannig, að það eru jafnmiklar
líkur til að þú látist á næstu tíu árum
og þú værir 57 ára, svo „áhættu-
aldur” þinn, eins og við köllum það,
er 57 ára.”
En svo skulum við snúa okkur að
góðu fréttunum,” heidur hann
áfram. ,,Þú getur unnið upp árin,
sem þú hefur tapað, og jafnvel bætt
nokkrum við. Ef þú hrindir því í verk,
sem ég ætla nú að tala um við þig,
getur þú snúið öldrunarferlinum við
og jafnvel fært áhættualdurinn niður
fyrir áraaldurinn. Niðurstöður skýrsl-
unnar sína, að markmiðsaldurinn,
eða sá áhættualdur, sem þú getur
með fuilri sanngirni stefnt að, er 44
ár.”
Svo dregur hann fram annað blað:
,,A þessari skýrslu, segir hann,”
,,kemur fram hvað það er sem
hækkar hjá þér áhættualdurinn. Og
hér eru einföld og greinargóð ráð um
að lækka hann aftur. Hættu að
reykja. Þá græðir þú tvö ár. Lækkaðu
kólesterólið í blóðinu úr 280 í 210 og
þá græðir þú önnur tvö ár. Lækkaður
blóðþrýstingur gefur þér þrjú ár —”
og svo framvegis.
Niðurstöðurnar eru árangur af
flókinni aðferð til að reikna út
áhættualdurinn. En eins og eftir-
farandi dæmi sýna, er auðvelt að
hagnýta töflurnar:
Fyrir tveimur árum var skýrsla 37
ára gamallar konu sett í tölvu í
Meþódistaspítalanum í Indíanapólis,
þar sem heilsu-áhættumatið var
fundið upp. Fram kom, að áhættu-
aldur hennar var hvorki meira né
minna en 50,3 ár, en einnig að hún
gat Iækkað hann 1 33,5 ár. Ef hún
hætti að drekka svo mikið sem hún
gerði, minnkaði verulega hættan á að
hún grandaði sér í bílslysi, skorpu-
lifur eða lungnabólgu, og þetta
lækkaði áhættualdur hennar um svo
mikið sem 11,8 ár. Ef hún hætti að
reykja, minnkaði hún hættuna á
hjartasjúkdómum, lungnakrabba,
lungnaþembu, lungnabólgu og
heilablóðfalli, og lækkaði þar með
áhættualdurinn um tvö ár. Með því
að lækka blóðþrýstinginn gat hún
lækkað áhættualdurinn um 1,3 ár, og
ýmis önnur atriði, svo sem reglulegt
eftirlit með móðurlífskrabba og sjálfs-
skoðun á brjóstum gat minnkað
áhættu hennar um 1,7 ár.
Beiting þessara aðferðar er að verða
algeng um öll Bandaríkin. Ástæðan
er einföld, segja læknar.
„Áhættumatið er besta aðferðin sem
ég hef komist að til þessa til þess að