Úrval - 01.02.1979, Side 81

Úrval - 01.02.1979, Side 81
FJÖLGAÐU ÆVIÁRUNUM 79 Hvernig er áhættualdurinn fundinn út? Heilsu-áhættumatið er grundvallað á tölulegum úrvinnslum gagna sem læknarnir Lewis C. Robbins og Jack H. Hall í Indianapolis hafa safnað og unnið úrí tvo áratugi. Af þessari löngu rannsókn hafa þeir flokkað mikilvægi allra þátta, sem áhrif hafa á heilsu manna og langlífí. Til dæmis sýna skýrslur, að sá sem mælist með kólesterómagn upp á 240 í blóðinu, er þrisvar sinnum líklegri til að fá hjartaáfall heldur en sá sem hefur innan við 200, og að þeim sem er með systólískan blóð- þrýsting upp á 160 er fjórum sinnum hættara en þeim sem er undir 120. Úr dauðsfallaskýrslum unnu læknarnir hlutfallslíkur dánartölu fyrir hvert aldursár. Af hverjum 100 þúsund fertugum mönnum, svo dæmi séu nefnd, munu 5560 deyja á næstu tíu árum allt í allt. Með öðrum orðum. líkurnar til þess að fertugur maður látist innan tíu ára eru 5,56%. Og af öðrum rannsóknum öfluðu þeir skýrslna sem gefa upplýsingar um hvernig aðrir þættir verka á lífs- líkurnar, svo sem þyngd, blóðþrýstingur, kólesteról, reykingar og svo framvegis. Á tölum úr þessum upplýsingum gátu þeir nú gert tölvu- forskrift um lífslíkur einstaklingssins, sem ekki aðeins byggjast á aldri hans heldur og þeim áhættuþáttum, sem verka á hann í samræmi við lífshætti hans. Hugum okkur til dæmis fertugan mann, sem er með hátt kólesterólhlutfall, of þungur, átti foreldri sem dó ungt úr hjartabilun og fleira, sem vitað er að flýtir fyrir dauða. Fyrst myndu læknar reikna út áhættu hans og bera hana síðan saman við meðaláhættu þessa aldurs. Hugsum okkur líka að þeir útreikningar sýni 14,3% líkur á dauða á næstu tíu árum. Töflurnar sýna, að þetta er áhættuflokkur þeirra sem standa á fimmtugu. Þannig hefur sá fertugi, með ýmsum samverkandi ástæðum, orðið fimmtugur hvað lífslíkur snertir. Vitaskuld kemur einnig fram hvernig hann getur tekið sig á og bætt lífslíkur sínar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.