Úrval - 01.05.1979, Page 6

Úrval - 01.05.1979, Page 6
URVAL með snúningi jarðar. Þess vegna verður að reiða sig á tækin ein, og fylgjast með þeim án áfláts. Flestar flugvélar, sem nú til dags fljúga yfir heimskautið eru búnar svonefndum föstum loftsiglinga- kerfum — Inertial Navigation Systems — tölvukerfum samtengdum við háþróuð gyroskóp, sem sífellt eru mötuð á leiðréttum upplýsingum frá radarstöðvum og mælingum á stöðu sólar, tungls og stjarna. En flug 902 var ekki með þess háttar tölvur. Þess í stað var þessi 11 ára gamla Boeing 707 þota búin eldra kerfí, svonefndu Doppler Navigation System. Það gerir þá kröfu til loftsigl- ingafræðingsins að hann mæli stöðu stjarna eða sólar á tíu til fímmtán mínútna fresti og leiðrétti samkvæmt því flugstefnuvitann. Fyrstu tvær til þrjár stundirnar á lofti var allt eðlilegt um borð í flug- vélinni. Svo gerðist það einhvers staðar í nánd við ísland, að flug- áhöfnin lenti í fyrstu erfíðleikunum. Vegna ,,óhagstæðra hlustunar- skilyrða’ ’ tókst Kim flugstjóra ekki að ná 1 flugturninn 1 Reykjavík og gefa upp stöðu sína. Það var ekki fyrr en um fimmleytið að hann náði í næstu jarðstöð, stöðina á Spitzbergen, og tilkynnti að hann væri að komast yfír vesturströnd Grænlands, og bað þá að láta Reykjavík vita. Hann fékk ekki staðfestingu. Á þeirri stundu hefði flug 902 átt að vera að komast inn í kanadíska lofthelgi, samkvæmt staðarákvörðun Kims flugstjóra. En í stað þess að stefna í vestur hafði flugvélin — fyrir einhver alverstu loftsiglingamistök í sögu nútímaflugs — tekið á sig 112 gráðu sveig. I raun og veru stefndi flugvélin í suðaustur — beint á Sovét- ríkin. Samkvæmt óoþinberum sovéskum heimildum kom flugvélin fyrst inn á sovéskan radar á stöðvum á Franz Josefs Landi, sovéskum eyjaklasa norðan við 80. breiddarbaug, eitt- hvað 11 hundruð kílómetrum norðan við Múrmansk. Að sögn leist rússum ekkert á þetta og reyndu að hafa samband við vélina á ,,öllum mögu- legum borgaralegum bylgju- lengdum ’ ’, en án árangurs, að sögn sömu aðila. Þá var æðri yfirvöldum í Moskvu gert viðvart. í farþegarými vélarinnar, bað hópur af kóreönskum bygginga- verkamönnum, sem voru á leið heim frá störfum í Gabon í Vesturafríku, um meiri bjór og viskí. Tveir breskir vefnaðarvöruframleiðendur, Benzon Cohen og William Howard, blund- uðu, spjölluðu, lásu. Howard leit á úrið. Þegar vélin millilenti í Anchorage í Alaska, myndi veitast tækifæri til að rétta úr fótunum. ,,Við hljótum að fara að lækka flugið,” sagði hann. Seiko Shiozaki, japanskur ensku- nemi, ýtti við unnasta sínum, lista- manninum Moto-o Uota, þar sem hann dró ýsur, og beindi athygli hans að sólinn, sem nú glóði gullin, rauð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.