Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 6
URVAL
með snúningi jarðar. Þess vegna
verður að reiða sig á tækin ein, og
fylgjast með þeim án áfláts.
Flestar flugvélar, sem nú til dags
fljúga yfir heimskautið eru búnar
svonefndum föstum loftsiglinga-
kerfum — Inertial Navigation
Systems — tölvukerfum samtengdum
við háþróuð gyroskóp, sem sífellt eru
mötuð á leiðréttum upplýsingum
frá radarstöðvum og mælingum á
stöðu sólar, tungls og stjarna. En flug
902 var ekki með þess háttar tölvur.
Þess í stað var þessi 11 ára gamla
Boeing 707 þota búin eldra kerfí,
svonefndu Doppler Navigation
System. Það gerir þá kröfu til loftsigl-
ingafræðingsins að hann mæli stöðu
stjarna eða sólar á tíu til fímmtán
mínútna fresti og leiðrétti samkvæmt
því flugstefnuvitann.
Fyrstu tvær til þrjár stundirnar á
lofti var allt eðlilegt um borð í flug-
vélinni. Svo gerðist það einhvers
staðar í nánd við ísland, að flug-
áhöfnin lenti í fyrstu erfíðleikunum.
Vegna ,,óhagstæðra hlustunar-
skilyrða’ ’ tókst Kim flugstjóra ekki að
ná 1 flugturninn 1 Reykjavík og gefa
upp stöðu sína. Það var ekki fyrr en
um fimmleytið að hann náði í næstu
jarðstöð, stöðina á Spitzbergen, og
tilkynnti að hann væri að komast yfír
vesturströnd Grænlands, og bað þá
að láta Reykjavík vita. Hann fékk
ekki staðfestingu.
Á þeirri stundu hefði flug 902 átt
að vera að komast inn í kanadíska
lofthelgi, samkvæmt staðarákvörðun
Kims flugstjóra. En í stað þess að
stefna í vestur hafði flugvélin — fyrir
einhver alverstu loftsiglingamistök í
sögu nútímaflugs — tekið á sig 112
gráðu sveig. I raun og veru stefndi
flugvélin í suðaustur — beint á Sovét-
ríkin.
Samkvæmt óoþinberum sovéskum
heimildum kom flugvélin fyrst inn á
sovéskan radar á stöðvum á Franz
Josefs Landi, sovéskum eyjaklasa
norðan við 80. breiddarbaug, eitt-
hvað 11 hundruð kílómetrum norðan
við Múrmansk. Að sögn leist rússum
ekkert á þetta og reyndu að hafa
samband við vélina á ,,öllum mögu-
legum borgaralegum bylgju-
lengdum ’ ’, en án árangurs, að sögn
sömu aðila. Þá var æðri yfirvöldum í
Moskvu gert viðvart.
í farþegarými vélarinnar, bað
hópur af kóreönskum bygginga-
verkamönnum, sem voru á leið heim
frá störfum í Gabon í Vesturafríku,
um meiri bjór og viskí. Tveir breskir
vefnaðarvöruframleiðendur, Benzon
Cohen og William Howard, blund-
uðu, spjölluðu, lásu. Howard leit á
úrið. Þegar vélin millilenti í
Anchorage í Alaska, myndi veitast
tækifæri til að rétta úr fótunum.
,,Við hljótum að fara að lækka
flugið,” sagði hann.
Seiko Shiozaki, japanskur ensku-
nemi, ýtti við unnasta sínum, lista-
manninum Moto-o Uota, þar sem
hann dró ýsur, og beindi athygli hans
að sólinn, sem nú glóði gullin, rauð