Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 12
Viðtal
10 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024
skjólstæðingi metum við það með viðkomandi starfsmanni
hvort hann þurfi sálfræðiaðstoð. Hún er í boði hér innanhúss en
ef tilvik eru metin alvarleg er einnig í boði meiri stuðningur og
sálfræðiþjónusta utan frá.
Bjargráð í starfi?
Náin og góð samskipti starfsfólksins sem starfar á Vogi, við leitum
mikið hvert til annars varðandi stuðning.
Hvernig hlúir þú að þinni andlegu og líkamlegu
heilsu?
Ég á góða að og hreyfi mig mikið; ég hleyp og lyfti lóðum. Mér
finnst það núllstilla heilann og taugakerfið að hlaupa við taktfasta
tónlist. Ég hleyp yfirleitt þrisvar í viku og þess á milli lyfti ég lóðum.
Ég viðurkenni að ég upplifi oft andlega þreytu eftir vinnudaginn
og þá finnst mér virka best að hreyfa og eyða tíma með mínum
nánustu. Við spilum og við reynum að borða alltaf kvöldmat
saman, það finnst mér mikilvæg samvera.
Ertu meðvitað að vinna í því að efla leiðtogahæfileika
þína til þess að verða betri yfirmaður?
Já, ég geri mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem ég ber sem aðstoðar-
deildarstjóri og legg mig fram um að vanda mig í samskiptum. Ef
ég sé fram á flókin mál sem kalla á krefjandi samskipti þá leita ég
mér aðstoðar hjá öðrum leiðtogum á vinnustaðnum.
Hvernig sérðu að hjúkrun hér á landi muni þróast á
næstu tíu árum?
Ég held að hjúkrunarfræðingar munu í auknum mæli stíga fram,
taka meiri ábyrgð og sinna fleiri stjórnunarstöðum innan heil-
brigðisgeirans. Ég sé líka fyrir mér að róbótar geti leyst ákveðinn
mönnunarvanda eins og til dæmis lyfjaskömmtun og þess háttar
en kjarninn í hjúkrun eru mannleg samskipti og róbótar munu
aldrei koma í stað þeirra.
Draumastarfið þitt?
Ég myndi segja að ég væri í draumastarfinu, ég er búin að starfa á
Vogi í 18 ár og á þessum árum takast á við mjög fjölbreytt verkefni.
Það kemur alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Ég er einnig í stjórn
Fíh og hef verið það í hátt í fjögur ár. Sú reynsla sem ég hef fengið
í gegnum starf mitt í stjórn Fíh er ómetanleg. Ég hef lært mikið
og áttað mig á hversu mikilvægt vel stýrt stéttarfélag er fyrir
félagsmenn þess.
Hvernig gengur þér að samræma vinnu og einkalíf?
Mjög vel, ég tek ekki vandamálin í vinnunni með mér heim en ég er
vissulega oft í samskiptum við samstarfsfólk mitt utan vinnutíma
því á meðal okkar hefur skapast góð vinátta í gegnum árin.
Hvað finnst þér vera það besta við þitt starf?
Að fá að taka þátt í vexti og þroska SÁÁ. Ég hef fengið að taka
þátt í mikilvægum ákvörðunum hvað varðar skipulag hjúkrunar
og sálfélagslegrar meðferðar sem fer fram á Vogi. Ég hef fengið
tækifæri að taka þátt í rannsóknum og verkefnum og mótun
hjúkrunar við sérstakra hópa sem leita aðstoðar hjá SÁÁ.
Þarft þú sem yfirmaður að eyða miklum tíma í
skriffinsku og skipulag?
Nei, ég myndi ekki segja það. Minn tími fer að langmestu leyti í að
sinna starfsfólki og skjólstæðingum.
Hvernig myndir þú vilja bæta þjónustuna á Vogi?
Ég myndi vilja stærra og hentugra húsnæði undir þjónustuna sem
er mjög fjölbreytt. Húsnæðið var byggt 1984 og er orðið barn síns
tíma, eftirspurnin eftir þjónustu SÁÁ hefur aukist í takt við fjölgun
íbúa á landinu. Það þarf stærra húsnæði hér á höfuðborgarsvæðinu
og einnig útibú á landsbyggðinni.
Að lokum hvað er það besta við vera
hjúkrunarfræðingur?
Það hefur þroskað mig gríðarlega í samskiptum að vera
hjúkrunarfræðingur. Umhyggjuþráðurinn í mér verður sterkari
með árunum og reynslunni. Mér finnst ég vera á hárréttri hillu í
lífinu og myndi ekki vilja starfa við neitt annað.
BRÁÐAMEÐFERÐ VIÐ
MÍGRENISKASTI
Sumatriptan Apofri filmuhúðaðar töflur innihalda 50 mg af sumatriptani og er lyfið ætlað til bráðameðferðar við mígreniköstum, með eða án
fyrirboðaeinkenna. Ráðlagður skammtur er ein 50 mg tafla eins fljótt og hægt er eftir að mígrenikast hefst. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og
í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um
lyfið á www.serlyfjaskra.is. Evolan Pharma AB. EVO240601 - Júní 2024
FÁANLEGT Í
LAUSASÖLU