Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 74
Ritrýnd grein | Peer review Næringarástand eldra fólks í sjálfstæðri búsetu á Akureyri og nágrenni -Lýsandi þversniðsrannsókn ÚTDRÁTTUR Bakgrunnur Öldruðum kemur til með að fjölga hratt á næstu áratugum ef mannfjöldaspár ganga eftir. Með fjölgun í hópi eldra fólks má áætla aukið álag á heilbrigðiskerfið. Næringarástand eldra fólks í sjálfstæðri búsetu hefur lítið verið rannsakað en ef næringarþörf þessa viðkvæma hóps er mætt má mögulega stuðla að auknum lífsgæðum, minni þjónustuþörf, færri legudögum á sjúkrahúsum og ótímabærum búferlaflutningi á öldrunarheimili. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta næringarástand eldra fólks í sjálfstæðri búsetu á Akureyri og nágrenni sem fá þjónustu frá heimahjúkrun Heilbrigðistofnunar Norðurlands (HSN). Aðferð Rannsóknin var þversniðsrannsókn. Heimahjúkrun skimaði skjólstæðinga sína (n=193), ≥65 ára í sjálfstæðri búsetu á Akureyri og nágrenni í mars 2022 með matstækinu „Mat á áhættu fyrir vannæringu“ sem finnst í Sögu sjúkraskrá. Skimunin gefur skjólstæðingunum stig (0-30) eftir því hve mikil áhættan er talin vera á vannæringu, þar sem hærri stig lýsa meiri áhættu. Við skimun þarf að skrá hæð og þyngd, skoða þyngdarsögu m.t.t. þyngdartaps, svara spurningum um t.d. ógleði, uppköst og niðurgang, erfiðleika við að kyngja eða tyggja, nýlega sjúkrahúslegu og aðgerð. Í lok skimunar gefur matstækið stig eftir svörum skjólstæðingsins. Niðurstöður Miðgildi aldurs var 84 ár (IQR:10), miðgildi þyngdar 79 kg (IQR:24) og miðgildi líkamsþyngdarstuðuls (LÞS (kg/m2) 27,5 (IQR:7,5). Í heild voru 4% með LÞS <18,5 og 35% þátttakenda með LÞS ≥30. Alls reyndist 31,1% þátttakenda vera með ákveðnar líkur á vannæringu (3-4 stig) og 5,2% vera með sterkar líkur á vannæringu (≥5 stig). Ósjálfrátt þyngdartap undanfarið, viðvarandi léleg matarlyst eða ógleði og nýleg dvöl á sjúkrastofnun voru veigamestu áhættuþættirnir meðal þátttakenda sem höfðu ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu (≥3 stig). Ályktanir Niðurstöðurnar sýna að 36% (n=70) einstaklinga í sjálfstæðri búsetu á Akureyri með þjónustu frá heimahjúkrun eru með ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu. Þörf er á forvörnum og íhlutandi aðgerðum til að stuðla að fullnægjandi næringarinntekt eldra fólks í sjálfstæðri búsetu. Lykilorð Eldra fólk, næringarástand, sjálfstæð búseta, þversniðsrannsókn, skimun. HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Hvaða nýjungar koma fram í niðurstöðum þessarar rannsóknar? Áhætta á vannæringu hjá eldra fólki í sjálfstæðri búsetu sem fær heimahjúkrun er mikil, ósjálfrátt þyngdartap, ógleði og lystarleysi eru veigamestu áhættuþættirnir. Hvernig má hagnýta niðurstöður rannsóknarinnar í hjúkrun eða íslenskri heilbrigðisþjónustu? Tryggja þarf að eldra fólk sé skimað fyrir áhættu á vannæringu í samræmi við klínískar leiðbeiningar ásamt því að efla samvinnu milli sjúkrastofnana og næringarfræðinga með eftirfylgni eftir útskrift. Hvaða þekkingu bæta niðurstöður þessarar rannsóknar við hjúkrunar- fræði? Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að eldra fólk með LÞS ≥ 30 glímir ekki síður við vannæringu eða er í áhættu á vannæringu. Því er mikilvægt að skima alla skjólstæðinga, óháð holdafari. Hver geta áhrif rannsóknarinnar orðið á störf hjúkrunarfræðinga? Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að skima eldra fólk fyrir áhættu á vannæringu og vísa áfram í þverfagleg úrræði. doi: 10.33112/th.100.2.5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.